Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 15
2. mynd. Sebradýr, Equus
burchelli, við vatnsból.
Rendurnar rjúfa útlínur
dýranna og dylja þau í
ýmsu umhverfi. (En-
cyclopædia Britannica.)
fiðrilda voru líkar og allar áberandi að
lit. Á þessu kunni hann enga skýringu
en þýskur dýrafræðingur, Fritz Múller,
benti árið 1878 á það hagræði sem
dýrin hefðu af sameiginlegu viðvör-
unarkerfi, að rándýr sem fundið hefði
óbragðið af einu sneiddi síðan hjá öll-
um hinum. Heitir það síðan miillers-
herming.
Augnblettirnir á vængjunt fiðrilda,
sem þegar er getið, eru líka dæmi um
hermingu. Ymis skordýr líkjast grein-
um eða laufblöðum að lit og lögun.
Þessi dýr eru jafnan grafkyrr ef þau
verða fyrir styggð.
LITAREFNI
Hvítt ljós er blanda allra lita, frá
stuttum fjólubláum og bláum bylgjum
yfir í rautt, lengstu sýnilegu bylgjurnar.
Hlutur sem drekkur í sig allar ljós-
bylgjur er svartur en hvítur hlutur
endurkastar öllu sýnilega litrófinu.
Hlutur sem heldur eftir ákveðnum
bylgjum eða aðgreinir á annan hátt
mislitt ljós er með lit.
Litarefni drekka í sig ákveðnar
bylgjur en endurkasta öðrum og taka lit
af þeim. Þekkt eru ókjör slíkra efna og
endurvarpar hvert þeirra sínu litrófi.
Mörg lífræn litarefni eru í dýrum og
gefa þeim lit.
Melanín eru flokkur svartra, brúnna,
rauðleitra og gulra litarefna sem mynd-
ast í húð margra dýra. Þau ráða til
dæmis hörunds- og háralil manna.
Annar meginflokkur litarefna í dýr-
um eru rauð og græn porfyrín. Til
þeirra telst nteðal annars blóðrauði eða
hemóglóbín sem litar blóð hryggdýra
og ýmissa hryggleysingja og gefur húð
þelljósra manna bleika slikju og vörun-
um rauðan lit. Skærrauðir fletir á and-
liti, rassi og við kynfæri ýmissa baví-
ana taka lit af blóðrauða sem litar líka
kamb og húðflipa hænsna og fleiri
fugla. Önnur porfyrínefni eru í rauðum
og grænum fjöðrum ýmissa fugla.
9