Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 67
næstu kynslóð á eftir. Ef
ekki kæmi annað til
þýddi þetta að erfðaefni
lífvera tvöfaldaðist í
hverri kynslóð. En þetta
gerist ekki, því hjá öll-
um lífverum sem hafa
kynæxlun er litninga-
mengið til skiptis helm-
ingað og tvöfaldað. Sú
frumuskipting sem
helmingar litningameng-
ið kallast rýriskipting
eða meiósa. Rýriskipting
felur í sér tvö stig. Hún
hefst með því að móður-
fruman tvöfaldar litn-
ingafjölda sinn. A eftir
fylgja tvær frunruskipt-
ingar. Ur einni móður-
frumu myndast því fjór-
ar dótturfrumur og hefur
hver um sig hálft litn-
ingamengi móðurfrum-
unnar. Oftast er móðurfruman tvílitna
og þá eru dótturfrumurnar einlitna. Hjá
dýrum verða þessar einlitna frumur
strax að kynfrumunum. Hjá plöntum
fara þessi tvö ferli ekki saman í tíma -
fyrst verða rýriskiptingarnar en sam-
runinn ekki fyrr en seinna. Þetta er
ástæðan fyrir því að einlitna og tvílitna
skeið skiptast á í lífsferli plantna.
Frumurnar sem myndast við rýri-
skiptingu hjá plöntum kallast gró. Þau
taka að vaxa og mynda einlitna lífveru,
kynliðinn. Seinna verða svo einhverjar
frumur í kynliðnum að eggfrunrum og
sæðisfrumum.
Nauösynlegar forsendur fyrir þróun
frœja
Plönturíkinu má skipta í plöntur sem
ekki hafa æðakerfi (þ.e. mosa) og þær
sem hafa æðakerfi, æðplöntur (sem eru
allar hinar: jafnar, elftingar, burknar og
fræplöntur). Talið er að báða hópana
4. mynd. Teikning af einföldum æð-
plöntum sem uppi voru á snemma Devon-
tímabili (fyrir um 400 milljón árum), talið
frá vinstri: Cooksonia, Rltynia og
Zosterophyllum. Allar þessar plöntur voru
án laufblaða og fjölguðu sér með gróum.
Tekið úr Raven, Evert & Eichorn (1992).
megi rekja til sömu formóður en elstu
steingerðu leifar landplantna sem fund-
ist hafa, 438 milljón ára ganrlar, teljast
til æðplantna. Þessar elstu plöntur voru
sanrgróa (homosporus), þ.e. öll gró
þeirra voru eins. Þær voru einfaldar að
gerð, án blaða og eiginlegra róta (4.
mynd).
Tiltölulega fljótlega, eða snentma á
devontímabili fyrir næstum 400
milljón árum (Taylor 1982), komu
fram æðplöntur sem mynduðu tvenns
konar gró, stórgró og srnágró (voru
heterosporus eða misgróa). Við spírun
og vöxt stórgrósins myndaðist kven-
61