Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 80

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 80
og ummyndun bergs myndast nýjar steindir sem hafa m.a. verið nefndar veðrunarsteindir, ummyndunarsteindir eða myndbreytingarsteindir, allt eftir því umhverfi þar sem breytingarnar eiga sér stað. I jarðvegi nefnast slíkar steindir veðrunarsteindir (enska: sec- ondary minerals, authigenic mincrals). Veðrunarsteindir í jarðvegi eru flestar leirsteindir. HVAÐ ER LEIR? Hugtakið leirsteind felur í sér tvennt: agnarsmátt jarðvegskorn (leir) sem hefur jafnframt ákveðna kristal- byggingu (steind). Jarðvegskornum er oft skipt í þrjá meginflokka eftir stærð. Nokkuð er mismunandi eftir flokkunarkerfum hvar mörkin eru dregin en þau algeng- ustu er að finna hér í 1. töflu. 1. tafla. Stærðarflokkar jarðvegskorna. Stærðarflokkur Stærðarbil (mm) Sandur 0,05 (0,02)-2 Silt 0,002-0,05 (0,02) Leir <0,002 Samkvæmt skilningi jarðvegsfræð- innar telur leir öll þau korn sem eru minni en 0,002 mm, hvort sem þar er um að ræða frumsteind á borð við ólivín, veðrunarsteind eða jafnvel korn sem samsett er úr mörgum steind- um. Kornið verður aðeins að upp- fylla það skilyrði að vera smærra en 0,002 mm. Veðrunarsteindir í jarð- vegi eru yfirleitt af leirstærð (leir- steindir) og eru alla jafna mjög smáar, oft aðeins um 0,000001 mm. Þær myndast við efnaveðrun í jarðvegin- um þegar bergefni leysast upp. Efnin sem þannig losna flytjast til og mörg þeirra mynda síðan ný efnasambönd, þeirra á meðal Ieirsteindir. Það eru þessar nýmynduðu agnarsmáu steindir sem gegna lykilhlutverki í flestum gerðum jarðvegs og um þær verður einkum fjallað í þessari grein. Algengar frumsteindir í bergi, t.d. olivín, plagíóklas og pýroxen, geta brotnað niður í náttúrunni og orðið smærri en 0,002 mm og teljast þær þá einnig til leirs. Þessar steindir eru alla jafna mun stærri en veðrunarsteindirn- ar. Jarðvegurinn hefur stundum verið nefndur stærsta efnaverksmiðja jarðar. Ein meginafurð þessarar efnaverk- smiðju eru leirsteindir. Leir hefur ýmsa eiginleika sem eru afar mikil- vægir fyrir gróður jarðar eins og síðar verður vikið að. En það er ekki að- eins gróður jarðar sem nýtur góðs af þessari framleiðslu. Flestir kannast við að leir er notaður við leirkera- smíði og í múrsteina. Leir er einnig notaður sem bindiefni í málningu og annarri iðnaðarvöru. En það hvarflar trúlega að fáum að í mörgum teg- undum matvæla er leir. Hann er not- aður til þess að gera ís í brauðformi seigfljótandi þannig að hann bráðni ekki of fljótt. Margir súkkulaðifram- leiðendur nýta leir til þess að varan verði ekki of klístruð við slofuhita. Ástæða þess hve mikilvægur leir er í jarðveginuni er fólgin í smæð korn- anna. Vegna smæðarinnar getur leir haft gífurlegt yfirborð miðað við rúmmál eða þyngd. Þannig hefur hvert gramm af hreinum leir af algengri tegund (smektít) um 800 fermetra yl'ir- borð. Við þetta yfirborð loðir vatn, sem og ýmis næringarefni. Þegar rignir bindur jarðvegurinn hluta úrkomunnar við yfirborð leirsins. Að auki hafa margar leirsteindir rafhleðslu, eins og 74
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.