Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 109
16. mynd. Skarlatstáni
Piranga olivacea, ungur
karlfugl í búningaskiptum.
Ljósm. photo B. Dyer/
Cornell Lab. of Ornithol-
ogy-
fundust á tímabilinu 28. september til 18.
október. Skarlatstáni lenti í 20. sæti á
líkindalista Robbins (1980) en hann hafði
þá sést tvisvar á Bretlandseyjum.
Grœningjaœtt (Vireonidae)
Þessari ætt tilheyra 43 tegundir fugla
sem allar lifa í Ameríku. Þær skiptast í
fimm ættkvíslir og er Vireo þeirra stærst
með 25 tegundir. Þær eru allar í N- og
Mið-Ameríku og í Vestur-Indíum, nema
ein sem lifir á takmörkuðu svæði í fjöll-
um í norðvestanverðri S-Ameríku. Þetta
eru frekar litlir eða meðalstórir spörfugl-
ar, áþekkir skríkjum en hafa öllu sterk-
byggðara nef. Þeir eru grænleitir að ol'an
(sbr. latneska sagnorðið virere sem merk-
ir að vera grænn), eða grágrænir, ljósir að
neðan, stundum gulleitir og sumir með
tvö vængbelti. Margir hafa ljósan augn-
hring og ljósan taum frá nefrót að auga og
jafnvel aftur fyrir auga. Þrjár tegundir
hafa sést í Evrópu, kollgræningi (Vireo
philadelphicus) í tvígang, á írlandi 12.
október 1985 og Bretlandi 10. október
1987, ljómagræningi (V. flavifrons) á
Bretlandi 20. september 1990 og græningi
(V. olivaceus) sem er niun tfðari gestur í
Evrópu (Lewington o.fl. 1991, Bradshaw
1992).
Græningi (Vireo olivaceus)
Græningi (17. mynd) er talinn vera
algengastur skógarfugla í austanverðri N-
Ameríku en hann verpur allt frá Kanada
og suður til Argentínu. Norður-amerískir
græningjar hverfa til S-Ameríku á vet-
urna. Tegundin hefur fundist í nokkrum
löndum austan Atlantshafs. Hún er lang-
tíðust á Bretlandseyjum. Um mitt árið
1992 hafði sést þar 71 fugl en aðeins 10
þeirra sáust fyrir 1980. Græningi er því
tíðasti ameríski spörfuglinn á Bretlands-
eyjum (Bradshaw 1992). Þá eru þekktir
fjórir fuglar frá Frakklandi, tveir frá
Hollandi, einn frá Þýskalandi og einn frá
Möltu (Lewington o.fl. 1991). Á Græn-
landi hefur græningi sést tvisvar (Salo-
monsen 1967) en fimm sinnum á Islandi.
1. Heimaey, Vestm, 16. september 1951
(RM5590). Anon.
2. Svínafell í Öræfum. A-Skaft, fundinn löngu
dauður 3. nóvember 1960 (RM5591). Hálfdán
Björnsson.
3. Skógar undir Eyjafjöllum, Rang, 27. september
1973 (kvenf. RM5592). Einar Jónsson.
4. Þorbjörn við Grindavík, Gull, 4. október 1984
(RM8517). Gunnlaugur Pétursson og Erling
Ólafsson (1986).
5. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 20. október 1985
(RM10275). Gunnlaugur Pétursson o.fl.
(1991).
103