Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 58

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 58
vegna gosbeltisins sem liggur um Reykjanesskagann og teygir sig upp í Langjökul. Þessi svæði eru í Reyk- holtsdal í Borgarfirði, uppsveitum Ár- nessýslu og í Mosfellssveit. Rennsli úr hverum á fyrstnefnda svæðinu er um 400 lítrar á sekúndu (Lúðvík Georgs- son o.fl. 1984) en um 250 lítrar á sekúndu í uppsveitum Árnessýslu. Áætlað er að rennsli úr hverum í Mos- fellssveit hafi verið um 120 lítrar á sekúndu áður en vinnsla úr svæðinu hófst fyrir 50 árum. Þar sem náttúru- legt rennsli frá öllum lághitasvæðum landsins hefur verið áætlað 1800 lítrar á sekúndu (Kristján Sæmundsson og Ingvar Birgir Friðleifsson 1980) koma um 43% alls rennslisins frá lághita- svæðunum þremur sem nefnd voru hér að ofan. Vatnið í þessum þremur svæð- um er heitara en reiknaður meðalhiti úr öllum lághitasvæðunum og lætur nærri að 2/3 allrar varmaorku lághita- svæðanna komi frá þessum þremur svæðum. Ingvar Birgir Friðleifsson (1979) taldi dreifingu lághitans ráðast af sam- spili lektar berggrunns og landslags. Samkvæmt skýringu hans myndast lág- hiti aðeins þar sem lekar jarðmyndanir liggja þvert á hæðarlínur og skapa þannig skilyrði fyrir djúpt streymi grunnvatns frá hálendi til láglendis. Túlkun Ingvars Birgis var þannig við- bót við líkan Trausta Einarssonar af lághitanum. I ljósi síðari vitneskju, að lághitinn tengist virkum sprungum þar sem hrær- ing á sér stað, verður að telja líklegra að dreifing og afl lághitasvæðanna ráð- ist fyrst og fremst af tveimur þáttum, hitastigli og spennuástandi í jarðskorp- unni sem leiðir til þess að hún brotnar upp. Spennuástand í jarðskorpunni er flókið vestan eystra gosbeltisins og hefur vafalaust í för með sér að jarð- skorpan þar brotnar upp á ýmsa vegu. Sömu sögu er ekki að segja um jarð- skorpuna austan nefnds gosbeltis. Á Mið-Norðurlandi gæti einhver gliðnun átt sér stað í framhaldi af Kolbeins- eyjarhryggnum (Stefán Arnórsson og Sigurður R. Gíslason 1990). Á Suður- landi myndast sprungur í kvarteru bergi vegna hreyfinga á þvergenginu mikla sunnanlands, en eins og kunnugt er eru þessar hreyfingar orsakavaldur Suðurlandsskjálfta. Suðvestanlands brotnar kvarter berggrunnur upp, eins og í Mosfellssveit, þar sem virkar sprungureinar liggja skástígt yfir Reykjanesgosbeltið og teygja sig yfir í eldra berg utan þess (Stefán Arnórsson o.fl. 1991). NÝTING JARÐHITA Nýting jarðhita á Islandi hól'st ekki að ráði fyrr en um 1930 með vinnslu heits vatns úr borholum í Laugardal í Reykjavík og byggingu fyrstu gróður- húsanna í Hveragerði. Nú kemur um þriðjungur af árlegri orkunotkun fslendinga frá jarðhita. Hitaveitur eru yfir 30 og um 85% landsmanna nota jarðhitavatn til upphitunar hýbýla sinna. Eðlilega er vatnsnotkunin mest á veturna þegar kaldast er (11. mynd). Þá er aflþörf markaðarins um 900 mega- vött (MW). Þetta afl svarar til valns- rennslis sem nemur nálægt 5400 lítrum á sekúndu. Er þá miðað við að heita vatnið sé upphaflega 80°C en orka úr því nýtl með kælingu í 40°C. Til samanburðar má nefna að meðalrennsli Elliðaánna er um 5000 lítrar á sekúndu og afl Búrfellsvirkjunar er 210 MW. Flestar hitaveitur í landinu nota vatn af lághitasvæðum. Þetta vatn er sjaldn- ast tærandi og má því leiða það beint inn á miðstöðvarkerfi húsa. I einstaka tilfellum er lághitavatnið þó tærandi, annaðhvort vegna hárrar seltu eða súr- efnis sem er uppleyst í vatninu. Vatn í sumum lághitasvæðum sem liggja 52 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.