Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 46
1. mynd. Snið af jörðinni sem útskýrir flekahreyfingar og eldvirkni. Undir útliafs-
hryggjum streymir upp efni í seigfljótandi flothvolfinu og síðan út til hliðanna undir
stinnu stinnhvolfinu. Við þetta efnisstreymi í möttlinum færast flekar stinnhvolfsins hvor
frá öðrum um hrygginn, en um leið myndast nýtt jarðskorpuefni við uppstreymi kviku.
Hún myndar ýmist innskot í jarðskorpunni eða gosefni á yfirborði. Þar sem láréttir
straumar í flothvolfi mætast verður niðurstreymi og flekar stinnhvolfsins kýtast saman.
Við það þykkna flekarnir og leggjast í fellingar, fellingafjöll myndast. Ef annar flekinn
rennur undir hinn myndast djúpsjávarrenna. Jarðskorpuefnið sem dregst niður hitnar og
getur náð að bráðna að hluta, sérstaklega nálægt flekamótunum þar sem núningur á sér
stað. Við það myndast kvika sem leiðir til myndunar stórra innskota undir fellinga-
fjöllum og eldvirkni.
segja þannig að gögn um eðli þeirra
jarðhitasvæða sem Hitaveita Reykja-
víkur hefur nýtt í meira en 20 ár eru
það ófullkomin að talsvert skortir á að
skilningur á vinnslueiginleikum þeirra
geti talist fullnægjandi eða að unnt sé
að segja fyrir um endingartíma þeirra.
I síðasta kaflanum verða nýtingu
jarðhita á Islandi gerð örlítil skil enda
jarðhitinn ein helsta náttúruauðlind
okkar. Nýting jarðhitans hefur haft
veruleg áhrif á búsetu í landinu.
HITI OG VARMAMYNDUN í
IÐRUM JARÐAR
Mælingar á hraða jarðskjálftabylgna
hafa lcitt í ljós að jörðin er lagskipt.
Yst er jarðskorpa, 20-70 km þykk
undir meginlöndunum en 5-7 km undir
úthöfunum. Undir jarðskorpunni er
möttull en innst kjarni, að mestu gerð-
ur úr járni. Jarðskorpan og efsti hluti
möttulsins nefnist stinnhvolf og skiptist
í fleka sem eru tiltölulega stinnir og á
hreyfingu innbyrðis, líkt og ísflögur í
straumvatni, vegna hægra iðustrauma í
undirliggjandi, seigfljótandi möttli,
svonefndu flothvolfi (1. mynd). Sums
staðar færast flekarnir í sundur. Þar er
uppstreymi í möttlinum. Annars staðar
kýtast þeir saman. Þar er niðurstreymi
í ilolhvolfinu. Ný jarðskorpa myndast í
sífellu þar sem flekar færast hvor frá
öðrum, úr kviku sem kemur úr möttl-
inum. Þar sem flekar kýtast saman
getur einnig myndast kvika við það að
jarðskorpuefni dregst niður í möttulinn
og hitnar við það nægilega mikið til að
bráðna, a.m.k. að hlula. Hluti þeirrar
kviku sem myndast í möttlinum eða
40