Samvinnan - 01.06.1927, Page 4

Samvinnan - 01.06.1927, Page 4
82 SAMVINNAN Nú í sumar hefir verið bygt á Húsavík fallegt bóka- safnshús úr steini. Það á að verða minnisvarði sýslubúa til minningar um samvinnustarf þeirra Péturs á Gaut- löndum og Benedikts á Auðnum. Féð til þessarar bygg- ingar er að mestu leyti gjöf frá samvinnumönnum. Samvinnumenn í Þingeyjai-sýslu hafa orðið fyrir því sérstaka láni, að heilsa Benedikts Jónssonar er svo góð, að hann lifir til að sjá þennan áþreifanlega vott um þakk- læti samstarfsmanna sinna. Benedikt er nú á 81. aldurs- ári og húsbyggingin byrjaði ekki fyr en hann var kom- inn á níunda áratuginn. Benedikt Jónsson hefir einkennilega sérstöðu meðal íslenskra samvinnumanna. Hann hefir verið þeirra fyrsti og mesti fræðimaður. Hann hefir verið jafnóþreytandi að safna fróðleik og hugmyndum og að miðla þessu andlega verðmæti til allra, sem hann náði til. Benedikt er einn af aðalstofnendum hins fyrsta kaupfélags hér á landi, og réði miklu um skipulag þess. Hann var síðan fram á elliár einn af hinum óþreytandi varðmönnum félagsins. Benedikt á Auðnum sofnaði aldrei á verðinum. 1 hjáverkum sínum, samhliða erfiðum búskap, með mörg böm, á harðbalajörð, og óteljandi snúningum í þágu félagsins, tókst Benedikt að koma upp hinu mikla bóka- safni á Húsavík. Fleiri mætir menn unnu þar að, einkum hin fyn’a ár, en Benedikt var lífið og sálin í bókasafns- starfinu. Hann fylgdist með, hvað fór fram á Norðurlönd- um, Þýskalandi og í hinum enskumælandi löndum. Hve- nær sem verulega áhrifamikil bók um félagsmál var gef- in út á málum þessara þjóða, þá hafði Benedikt sjálfur einhver ráð með að fá hana í bókasafnið. Eftir nokkra daga var hann búinn að lesa bókina, og úr því notaði hann hvert tækifæri til að ýta undir einhvem greindar- bóndann í félaginu að fá hana lánaða. Þannig sótti Bene- dikt á með óþreytandi elju að safna hinum bestu félags- málahugmyndum og að dreifa þeim um hérað sitt. Skáldið Wergeland bar trjáfræ í vösum sínum, hvert sem hann fór, og dreifði því á gróðurlausa bletti í landi sínu til að

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.