Samvinnan - 01.06.1927, Page 6

Samvinnan - 01.06.1927, Page 6
Heima og* erlendis. Ein deild í Kaupfélagi Hallgeirseyjar, Úrsögn Þykkvibærinn, sagði sig úr Kaupfélagi í Þykkva- Hallgeirseyjar, og hefir það orðið að um- bænum. talsefni í blöðum kaupmanna. Talið mik- ið gleðiefni á þeim stað. Þykir því rétt að skýra fi’á aðstöðu og tilefni. Markarfljót og Þverá skiftir kaupfélagssvæðinu í fjóra hluti. Austan Markarfljóts eru Eyjafjöllin. Vörur þeirra eru settar upp við Holtsós. Landeyjarnar tvær eru milli Markarfljóts og Þverár. Þeirra vörum er skipað upp í Hallgeirsey, og er sá bær við kvísl, er aðskilur Landeyj- arnar. Loks er Þykkvibærinn á tanganum milli Þverár og Þjórsár. Kaupfélagið lét skipa þar úr millilandaskipinu, sem flutti vörumar. Áður höfðu bændur í neðri hluta sýslunnar ýmist orðið að sækja vörur sínar út í Vestmannaeyjar eða brjót- ast yfir vötnin áleiðis til Reykjavíkur eða Eyrarbakka. í stað þess kemur millilandaskip nú að ströndinni og flyt- ur vörurnar svo að segja beint heim til bænda. Kaupstjór- inn, Guðbrandur Magnússon, gekst fyrir því, að þinginu var send áskoran um að unna fólkinu á hafnlausu strönd- inni einnar skipkomu á ári, með vörur beint frá útlöndum. Þingið samdi við E. í. um þessar ferðir fyrir sanngjarna þóknun. Fyrir glöggskygni kaupstjórans fá nú bændur á hafnlausu ströndinni betri aðstöðu um aðdrætti, en þeir hafa haft síðan á söguöld. Þegar kaupfélag Hallgeirseyjar var stofnað, var Þykkvibærinn ekki tangi, eins og hann hafði verið, held-

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.