Samvinnan - 01.06.1927, Side 12

Samvinnan - 01.06.1927, Side 12
90 SAMVINNAN samvinnumenn ekki sömu skil. En nauðsynlegt er að benda á, að það er sami munur á bardag’aaðferð og deilu- málinu sjálfu. Samvinnumenn hafa svo góðan málstað, að þeir leggjast aldrei á þann vamarlausa og sigraða. Sambandinu tókst að fá fremur hentugt Ný kælitilraun. kæliskip til að taka kjöt á Hvammstanga og Akureyri nú í haust. Ekki er enn frétt um söluna en allur aðdragandi þessarar tilraunar var auðveldari en í fyrra. Þá var kjötverð óvenjulega hátt í Noregi en lágt í Englandi vegna hinnar óeðlilegu sam- kepni ameríska kjöthringsins. Nú í ár er aðstaðan önn- ur og líkari því sem gera má ráð fyrir í framtíðinni. En stærsta sporið, sem stigið verður þetta Brúarfoss. ár í kjötmálinu er bygging kæliskipsins Brúarfoss, sem verður fullbúið á útmán- uðum í vetur. Þekkja allir samvinnumenn aðdraganda þess máls. Sambandið byi’jaði í fyrri kreppunni að gera tilraunir með kælt kjöt í Englandi. Jafnhliða byrjaði Jón Arnason framkvæmdarstjóri að skrifa um málið og skýra þýðingu þess. Var síðan að tilhlutun samvinnuflokksins á þingi borin fram tillaga að skipa nefnd í málið. I þeirri nefnd voru, auk forstjóra Eimskipafélagsins, tveir fulltrú- ar kaupmanna og útgerðannanna og tveir fulltrúar bænda, þeir Jón Ámason og Tr. Þórhallsson. Svo fór um rannsókn þá, að fulltrúar kaupmanna og útgerðannanna töldu ekki nauðsyn að sinna málinu og gerðu enga rann- sókn. En Jón og Tryggvi lögðu mikla vinnu í málið og gerðu ítarlega skýrslu, sem vakti svo mikla athygli og eftirtekt meðal hugsandi bænda, að sýnilegt var að málið mundi ekki verða stöðvað. Jón Ámason hefir síðan Hall- grímur Kristinsson andaðist, verið fulltrúi landsins í stjóm Eimskipafélagsins. Hefir hann haldið fast fram þeirri kröfu, að félagið yrði að stækka til að geta betur fullnægt flutningaþörfinni og staðist samkepni erlendra félaga. Sá róður hefir orðið nokkuð þungur, en er hin er- lenda samkepni fór hraðvaxandi var öllum augljóst, að Eimskipafélagið varð að eignast meiri skipastól. Hinsveg-

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.