Samvinnan - 01.06.1927, Page 13

Samvinnan - 01.06.1927, Page 13
SAMVINNAN 91 ar var hag’ur félagsins ekki svo góður, að því væri auðvelt að láta byggja nýtt skip nema með tilstyrk landsins. Þar sem Jón Ámason hafði frá upphafi beitt sér fyrir málinu, sölutilraunum í Englandi og rannsókninni hér og hins- vegar viljað auka skipastól félagsins, sá hann hér leik á borði, og skýrði landsstjóininni frá, að félagið mundi all- fúst að byggja skip og væri nú um að gera að landið styddi fyrirtækið svo að þetta skip hefði kæliútbúnað. Tókust síðan samningar um málið milli landsins og félags- ins, að landið styrkti þessa skipsbyggingu bæði beint og óbeint, en félagið ætti skipið. Fór svo að lokum, að þingið afgreiddi málið mótstöðulaust. Næsta vor byrjar skipið hraðar hringferðir milli helstu hafna og útlanda og næsta haust byrjar það að flytja kælt og frosið kjöt á erlendan markað. Jafnhliða því að aukin reynsla fæst um meðferð kjötsins og sölu, verður að halda áfram að fjölga kælihús- um, en þó ekki of ört. Hefir enginn maður lagt meiri áherslu á það en Jón Árnason, að þoka málinu áfram með verklegum aðgerðum, en gera sér þó ekki tyllivonir um skjótan árangur, og fai'a hægt í að binda mikið fjármagn í kælihúsunum, fyr en trygg reynsla væri fengin um hvað þióðinni væri fært og hent í þessu efni. Nú í ár voru liðin fjörutíu ár frá því kaup- Kaupfélag félag byrjaði að starfa á Akureyri og Eyfirðinga tuttugu ár frá því að Hallgrímur heitinn beldur afmæli. Kristinsson breytti því í kaupfélag með ensku sniði. Félagið gaf þá út vandað minningarrit um starfsemi sína með fjölmörgum ágætum myndum af stjórn þess, starfsmönnum og byggingum þess. Jónas Þorbergsson ritar stutt en gagnort sögu fé- lagsins. Lýsir hann fyrst með glöggum tilvitnunum í rit Jóns Sigurðssonar o. fl. öruggar heimildir hinu sorglega verslunarástandi áður en kaupfélögin byrjuðu, hve herfi- lega verslunarstéttin misbeitti valdi sínu og lamaði eðli- legar framfarir og sanna menningarþróun í landinu. Síð- an rekur hann allan feril Kaupfélags Eyfirðinga, fyrst sösru pöntunarfélagsins, sem aldrei náði verulegum tökum

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.