Samvinnan - 01.06.1927, Side 14

Samvinnan - 01.06.1927, Side 14
92 SAMVINNAN á viðfangsefninu og síðan hinum glæsilegu framkvæmd- um Hallgríms Kristinssonar, hversu félagið efldist svo að segja dag frá degi að f j árhagsstyrk og áliti allra sem til hektu. Á fáeinum árum breyttu nálega öll kaupfélög formi sinu og fylgdu þar fordæmi Eyfirðinga. Þá fylgja síðar í ritinu margar fróðlegar skýrslur um rekstur og þróun fé- lagsins. f minningarriti landsímans getur Árni Pálsson um ivo merkisatburði sem gerst hafi hér 1906, að fslendingar hafi eignast togara og komið upp heildsöluverslun í Rvík. Vitaskuld eru þessir tveir atburðir mjög merkir. Én senni- íega fer það þó svo, þegar aðrir sagnfræðingar koma síðar til skjalanna, að það þykir stórum meiri atburður er gerð- ist 1906 norður á Akureyri, er hinn mesti skörungur í hópi íslenskra verslunarmanna ruddi braut því sjálfseign- arskipulagi í verslun, sem síðan hefir farið sigurför um landið. Er þessa atriðis getið hér til að sýna hve undar- loga seinheppilegir „sagnfræðingar“ samkepnismanna eru stundum, er þeir athuga viðburði er gerst hafa þeim sam- tímis. Þegar athugað er minningarrit Kaupfélags Eyfirð- inga, kemur rnanni í hug, hvílíkur fengur það væri, ef hvert félag, a. m. k. hin eldri, létu nú skrá sögu sína með- an hægt er að ná til þeirra manna.er sjálfir hafa teicið þátt í atburðunum. Kemur þá einna fyrst röðin að Þingeying- um. Þeirra félag er elst, og ruddi brautina. í öðru lagi hefir það haft á að skipa til ýmiskonar starfa heima fyrir óvenjulega mörgum vel gefnum og einkennilegum rnönn- um. Fyrsti formaður þess, Jón á Gautlöndum, var einn af höfuðskörungum í bændastétt, þó að miðað sé við alla 19. öldina. Og tveir af leiðtogum félagsins, Sigurður í Ysta- felli og Pétur á Gautlöndum eiu hinir einu bændur, sem þjóðin hefir fengið í hendur æðstu völd hér á landi. Þess- ir menn eru aðeins nefndir af því að þeir hafa fengið að- stöðu til að láta hæfileika sína gæta utanhéraðs. En ef rituð væri ítarleg og alhliða saga Kaupfélags Þingeyinga, myndi koma í ljós, að þar hafa verið fjölmargir menn að

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.