Samvinnan - 01.06.1927, Side 18

Samvinnan - 01.06.1927, Side 18
86 SAMVINNAN þús. menn fyrir 115 miljónum. Iðgjöld til félagsins eru árlega tæpar fjórar miljónir króna. Félagið hefir fram að þessu búið í leiguhúsi inn í miðri Kaupmannahöfn. En stjóm félagsins þótti þar of þröngt um sig og mikil brunahætta. Var í haust lagður homsteinn að nýrri, veglegri byggingu, sem félagið læt- ur reisa yst í borginni. Nú í haust kom út í Danmörku níðpési um Danskur dönsku kaupfélögin, sem minnir mjög á B. Kr. pésa B. Kr. móti Sambandinu. Einn af þektustu mönnum í hópi danskra sam- vinnumanna. Fr. Voigt í Árósum, svaraði pésanum. Og af því margt í grein hans er prýðilega sagt, og sýnir auk þess íslenskum samvinnumönnum, að kaupmannastéttin í öllum löndum ber sama hug til samvinnustefnunnar, þykir hlýða að rekja aðalefni hennar. En fyrst skal get- ið þess, að pésinn var nafnlaus, en gefinn út af kaup- mannafélögum Dana, „De samvirkende Köbmandsfor- eninger i Danmark“, og dreift út meðal almennings gef- ins, eins og bæklingum Bjöms. En upp hefir komist, þótt leynt ætti að fara, að höf. danskra ritlingsins er upp- gjafa kaupmaður, sem fengið hefir uppgjöf á 40% af skuldum sínum. Hr. Voigt segir, að kaupmenn landsins reyni að dreifa ritlingnum inn á heimili kaupfélagsmanna. Enn- fremur hafi þau blöð, sem mesta óvild sýna samvinnu- félögunum pésann á boðstólum, enda séu árásir hans í raun og veru aðeins hinar sömu sem notaðar hafi veríð í Danmörku gegn kaupfélögunum í þau 60 ár, sem þau hafa starfað þar. Hr. Voigt undrast ekki árásina, hvorki að efni né foi*mi, því að hvorttveggja sé gamalkunnugt, heldur yfir því, að kaupmannastétt alls landsins skuli vilja gefa út og bera ábyrgð á slíku ritverki. Jafnframt getur hann þess, að slíkar árásir á félöginu séu nú móðins í nábúa- löndunum Svíþjóð og Noregi og séu sömu aðilar valdir að í öllum löndunum.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.