Samvinnan - 01.06.1927, Side 22

Samvinnan - 01.06.1927, Side 22
100 SAMVIN. NAN Fullyrt er í Danmörku, að hver slík árás styrki kaupfé- lögin þar. Allir dugandi félagsmenn sjá hvernig málstað- ur milliliðanna er, þegar þeir telja sér nauðsynlegt að beita slíkum röksemdum, sem hér hefir verið frá sagt. Félag norrænna hagfræðinga hélt nýlega Fundur fund í Kaupmannahöfn. Ekki munu þar hagfræðinga hafa verið fulltrúar frá íslandi. Meðal í Khöfn. fundannanna voru tveir af þektustu sam- vinnumönnum Finna og Svía, prófessor Gebhard og Anders Örne. Eitt af viðfangsefnum fundar- ins var að ræða um skipulag- verslunarinnar og kostnaðinn við verslunina. Margar merkilegar upplýsingar um versl- unarkostnaðinn komu þar fram í ræðum manna ofe skulu nokkrar hér til færðar. I Danmörku fjölgaði fólki sem lifði af verslun helmingi meira á árunum 1860—1900, heldur en sem nam hlutfallslegri fjölgun þjóðai'innar. Á árunum 1900—1921 fjölgaði verslunarstéttinni enn meir. Árið 1921 lifði 18. hver maður í Danmörku af verslun. Árið 1925 sýna hagskýrslur í Danmörku, að í öllu land- inu voru 67 þús. verslunarfyrirtæki. Af þeim voru 6000 heildsalar og umboðsverslanir, en hér um bil 61 þús. smá- salar. í Kaupmannahöfn reyndust að vera 80 verslanir vegna hverra 1000 íbúa, en í minni borgum 29, og í sveit- um 12. Ef talið er eftir fjölskyldum lætur nærri að ein verslun sé í Khöfn vegna hverra 10 heimila, en utan Khafnar eru 13 heimili um verslun hverja. Samkvæmt dönsku skattaskránum hafa heildsalar þar í landi til jafnaðar 20 þús. kr. í tekjur, en smásalarnir 6000. Nú hefir verið rannsakað hvort hin innri samkepni rneðal kaupmannanna væri nægileg til að halda verðinu niðri. Og sú hefir ekki orðið raunin. Að vísu eru á ein- staka stað til kaupmenn sem leitast við að vinna sér álit með því að setja verðið niður fyrir það, sem alment ger- ist hjá keppinautum þeirra. En þá verða þeir fyrir barð- inu á félögum sínum, og í Danmörku hafa smákaupmenn þrásinnis kært slíka félagsbræður fyrir að selja vörur of 1

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.