Samvinnan - 01.06.1927, Side 27

Samvinnan - 01.06.1927, Side 27
Þing’stjórn. Eftir Hallgrím Hallgrímsson. Framh. I ríkjum Norðurálfunnar, er þingstjórn hafa, er það allstaðar grundvallarregla, að neðri deild þinganna hefir miklu meiri völd en efri deildin. I Bandaríkjum Norður-Ameríku er þetta öfugt. Þar hafa æðstu völdin komist í hendur Senatsins. Senatið hefir eftirlit með utanríkispólitík forsetans og staðfestir alla samninga við önnur ríki og ræður í raun og veru utanríkismálum Bandaríkjanna. Stjórnin verður einnig að fá samþykki þess við veitingar á nokkrum helstu embættum alríkisins. Það hefir lengst af verið regla, að kjósa ekki mikla skörunga í forspfr,embættið. Stjórnin, forseti og ráðherrar hafa því oft verið leiksopp- ur í höndum Senatsins. Allir þingmenn Bandaríkjanna hafa há laun. Um 30,000 krónur á ári og ferðakostnað að auki. Neðri deild „Congressins“ hefir miklu minna að segja. Tiltölulega fá mál koma fyrir þingið, því valdsvið þinganna í hinum einstöku ríkjum í sambandinu er mjög víðtækt. Svo hefir deildin rýrt vald sitt með því að fela forseta sínum meiri völd en tíðkast annarstaðar. Hann skipar allar nefndir deildanna, um 60, og hann hefir mikil áhrif á rekstur málanna. Enginn þingmaður má taka við embætti, sem laun- að er úr ríkissjóði, og embættismenn sambandsríkisins eru ekki kjörgengir. Enda þótt kosningarjettur sé rúmur í Bandaríkjun-

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.