Samvinnan - 01.06.1927, Page 39
SAMVINNAN
117
sinnum forsætisráðherra. Og hann er ennþá tiltölulega
ungur maður.
Þetta dregur nokkuð úr hinum hættulegu afleiðing-
um, sem mjög tíð stjómarskifti hljóta jafnan að hafa í
för með sér.
í stjómmálum Frakka hefir þróunin jafnan gengið í
frjálslynda átt síðan 1871. Áhrif almennings á stjórnar-
tilhögun ríkisins hafa farið sívaxandi, en þetta hefir ekki
gengið baráttulaust.
Borgarastéttin í Par-
ís, sem steypti keis-
aravaldinu 1870 ótt-
aðist, að hér mundi
fara sem við hinar
fyrri stjómarbylt-
ingar. Ef geyst yrði
gengið að verki,
myndi brátt koma
afturkippur og kon-
ungsstjórn koma i
stað lýðveldis. „Lýð-
veldið verður að vera
íhaldssamt, ef það á
að geta staðist“ var
kjörorð sumra helstu
forvígismanna lýð-
veldisflokksins á ár-
unum eftir 1870.
Baráttan varð því
hér einkum milli
hinna frjálslyndu
flokka, og hægfara
lýðveldissinna, sem oft fengu stuðning konungssinna og
kaþólsku kirkjunnar. Undir forustu ýmsra merkra manna,
svo sem Gambettu, Waldeck-Rousseaus og Briands varð
frjálslynda stefnan yfirsterkari á flestum sviðum og á
rúmum mannsaldri breyttist Frakkland frá því að vera
Wooilrow Wilson.
f 1856 (1. 1921.
Háskólakennari i sagnfræði og lögfræði
1889— 1910. Forseti Bandarikjanna 1912
—1921. Ilöfundur Þjöðabandalagsins. Ein-
hver merkilegasti hugsjónamaður
siðari alda.