Samvinnan - 01.06.1927, Page 40

Samvinnan - 01.06.1927, Page 40
118 SAMVINNAN keisaradæmi, með nálega einveldisstjórn, í eitt af frjáls- ustu þingstjórnarríkjum álfunnar. Enginn einn maður hefir þó unnið eins mikið að því, að brjóta niður hin fornu virki konungs- og keisaravalds- ins, og gera hið franska þjóðfélag- frjálst, og Georges Clemenceau. Flestir minnast baráttu hans við konungs- sinna, kaþólsku kirkjuna, herforingj aflokkinn og önnur öfl íhaldsins út af Dreyfusmálinu, um aldamótin síðustu. Allar hinar frönsku stjómarbyltingar hafa byrjað í París, og höfuðborgin hefir meira að segja fyrir ríkið, en höfuðborgir flestra annara landa. Alt það sem Frakkland á til best, af gáfum, lærdómi og auði, safnast saman í París, en af þessu leiðir aftur, að borgin hefir miklu meiri áhrif á stjórnmál Frakka, heldur en til dæmis Lond- on á bresk stjórnmál. Hinir fyrstu frönsku einvaldskon- ungar brutu niður, það sem eftir var af hinni fornu, frjáls- lyndu, gennönsku sveitastjóm. Konunglegir embættis- menn komu 1 stað stórbænda og aðalsmanna. París varð þungamiðja allrar stjórnarskipunar, og frá höfuðborginni er enn öllu landinu stjórnað, fremur en tíðkast víðast annarsstaðar. Það er mikill munur á sjálfsstjóm enskra héraða eða sambandsríkjahugmyndinni amerísku og mið- stjórnarhugmyndinni (Centralisation) frönsku. Þetta kemur að nokkru leyti til af því, að einvalds- konungarnir á 16. og 17. öldinni sviftu aðalinn pólitisk- um áhrifum. Embættismenn af borgaraættum fóru með völdin, en aðalsmennimir urðu valdalausar en skrautleg- ar brúður, sem höfðu það hlutverk eitt, að auka Ijóma einvaldskonungsins í hirðsölunum í Versailles. Það er því borgarastéttin, og þá fyrst og fremst borgarar höfuðstaðarins, sem skapað hafa þingstjórnar- tilhögun Frakka. Áhrif jarðeigenda hafa verið langtum minni heldur en á Englandi, þar sem aðallinn hefir öldum saman gengið í broddi hinnar pólitisku þróunar. Þetta meðal annars hefir stutt að því, að hið franska þing- stjómarfvrirkomulag varð svo ólíkt fyrirmyndinni ensku. Þýska lýðveldið hefir ákveðið það í sjálfri stjómar-

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.