Samvinnan - 01.06.1927, Side 44

Samvinnan - 01.06.1927, Side 44
122 SAMVINNAN ir stríðslokin og vonin um sigur fór að dofna, reyndu ýms- ir foringjar frjálslyndu flokkanna og jafnaðai-manna, að fá stjórnina til þess að leita friðar við Bandamenn, og jafnframt að breyta stjómarfyrirkomulaginu í fullkom- ið þingræði. En alt strandaði á mótspymu íhaldsmanna. Þegar ósigurinn kom og vald herstjórnarinnar hrundi til granna, haustið 1918, varð Þýskaland lýðveldi, fyrst í stað undir forustu Jafnaðannanna, en brátt gerðu frjáls- lyndu flokkamir samband við hinn hægfara hluta Jafn- aðarmanna, og komu þeir sér saman um að kveðja til írumþings í Weimar, til þess að semja stjómarskrá fyr- ir ríkið. Allir borgarar, karlar og konur, sem höfðu náð tvítugsaldri fengu kosningarrétt til þingsins. Á þinginu tókst samvinna með frjálslyhdum mönn- um og kaþólska flokknum (Centrum), svo íhaldsmenn fengu lítil áhrif á gang málanna. Hin nýja stjórnarskrá var samþykt 31. júlí 1919 og tilkynt þjóðinni hátíðlega 11. ágúst sama ár. Höfuðatriði hennar eru á þessa leið: Þýska ríkið er sambandsríki og öll ríki í sambandinu verða að hafa lýðveldisstjóm. Æðsti embættismaður ríkis- ins er forseti, kosinn til sjö ára. Hann er kosinn af þjóð- inni með samskonar kosningarrétti og þingmenn. Hann velur ráðherrana, sem bera ábyrgð á gerðum stjórnar- innar fyrir þinginu, og verða að styðjast við meirihluta þess. Allir tvítugir borgarar, karlar og konur (nema geð- veikir menn, glæpamenn og þeir, sem hafa verið sviftir fjárforræði og svo framv.) hafa kosningarrétt til þings- ins (Reichstag). Kjósendatalan er því hærri en hjá nokk- urri annari stórþjóð. Full 52% af þjóðinni hafa kosningar- rétt. Þingið er kosið til fjögra ára. Kosið er í stórum kjör- dæmum með hlutfallskosningum, og síðan eru atkvæðin talin saman í öllu ríkinu og hver flokkur fær eitt þingsæti fyrir hver 60,000 atkvæði, er hann hefir fengið. Vald þingsins er mjög mikið, og það er á nálega öll- um sviðum æðsti valdhafi ríkisins. Forsetinn getur rofið þingið, en þó er réttur hans til þess mjög takmarkaður. Forsetinn getur látið bera lög, er þingið hefir samþykt,

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.