Samvinnan - 01.06.1927, Blaðsíða 51
SAMVINNAN
129
urunum, og efnuðu stéttirnar í bæjunum sviftu hann
pólitískum áhrifum. Til þess að halda honum í skefj-
um var efri deild þingsins skipuð þannig, að borgaram-
ir gætu ætíð haft þar meiri hluta. Þessi tilhögun, að láta
héraðsþingin kjósa einhvem hluta ríkisþingsins er nú
mjög á dagskrá víða um heim.
Þróun þingstjómarinnar á 19. öldinni hefir annars
farið fram í Hollandi á svipaðan hátt og á Englandi. Þing-
ið hefir altaf verið álitinn hinn fullvalda valdhafi, en því
hefir verið ráðið af hinni efnaðri borgarastétt. Þrátt fyrir
rýmkun kosningarréttarins hefir alþýðan haft lítil áhrif
á stjórn landsins, alt til þessa tíma.
í stjórnarskrá Austurríkis, sem gekk í gildi 10. nóv-
ember 1920 var ákveðið að ríkið skyldi vera lýðveldi og
sambandsríki (Confederation). Neðri deild þingsins
(Nationalrat) er kosin til fjögra ára með almennum
kosningarrétti, en efri deildin (Bundesrat) er kosin af
þingum ríkjanna í sambandinu. Hún hefir aðeins ráð-
gjafarvald. Annars er öll tilhögun stjómarinnar svipuð
og á Þýskalandi.
Á Ungverjalandi er þingstjóm að nafninu til, en
stjórnarskráin er ekki fullgerð enn. Landið er kallað
konungsríki, en konungur er ekki kosinn enn. Þingið er
kosið með almennum kosningarrétti, en í rauninni ráða
aðalsmenn og stórbændur öllu. Þingið hefir samþykt,
að ný stjórnarskrá skuli samin, þegar kyrð sé komin á,
eftir hinar miklu byltingar, sem hafa átt sér stað, eftir
lok heimsstyrjaldarinnar.
Á Suðurlöndum er þingstjórnin ung, og hefir ekki
enn náð að festa djúpar rætur. Enda horfir þar öðru vísi
við en á Englandi og Mið-Evrópu. Á Suðurlöndum er
fjöldi fólks ólæs, og þar er ekki hægt að tala um stjóm-
málalíf, eftir vorum skilningi. Vald foringjanna hlýtur að
verða þar miklu meira, eins og venja er til í löndum, þar
sem alþýðumentun er á lágu stigi. Mentun kjósenda er
grundvöllur þingræðisins. Ómentuð alþýða verður jafnan
9