Samvinnan - 01.06.1927, Side 53

Samvinnan - 01.06.1927, Side 53
S A M V I N N A N 131 um leyft að kjósa frambj óðendur af tveimur listum, og skifta þannig atkvæðum sínum milli tveggja flokka. Stjórnmálalífið komst ekki í fastar skorður á ftalíu. Óeirðir mögnuðust í landinu, svo brátt horfði til borgara- styrjalda. Haustið 1922 hófu Fascistar undir forustu Mussolinis uppreisn og tóku stjómina í sínar hendur og hafa farið með völdin síðan. Mussolini fór að líkt og Cromwell á Englandi. Hann vildi stjórna landinu með aðstoð þingsins, en hann vildi ráða gerðum þess. Stjómarskráin er enn í gildi og þing er kosið með almennum kosningarrétti (um 30% af þjóð- inni eru kjósendur), en 18. nóv. 1923 var gerð sú breyt- ing á kosningarlögunum, að sterkasti flokkurinn fær ávalt mikið meira en helming allra þingsæta. Þessi til- högun er einsdæmi í þingstj órnarsögu vorra tíma, en með henni hefir Fascistum tekist að tryggja völd sín um stundarsakir. Þingið situr enn, og ekkert verður að lög- um nema með samþykki þess, en það er viljalaust verk- færi í höndum Mussolinis og félaga hans. Stjómin styðst fyrst og fremst við hersveitir Fascistanna og hún hefir beitt hörðu við pólitíska andstæðinga sína. Það má segja með sanni, að hún situr á byssustingjum, en það getur varla orðið örugt sæti til lengdar. Það er ekki ástæða til að skýra nánar frá þingstjórn- inni í Suður- og Austur-Evrópu. Öll ríki þar eiga sam- merkt í því, að seint á 19. öld eða snemma á þessari öld var stjórnarfarinu breytt frá einveldi eða öflugri stjórn aðals og kirkju, í þingstjóm. En þjóðimar hafir skort pólitískan þroska til þess að taka við svo snöggri breyt- ingu. Hinar miklu styrjaldir og þjóðernisdeilur hafa líka átt sinn þátt í því, að stjórnin hefir farið í ólestri. Þó liefir engin stjórnartilhögun komið fram, sem búast má við, að geti til lengdar komið í stað þingræðisins. Her- mannastjómin á Spáni og Ítalíu getur ekki staðist nema um stundarsakir. Kosningalög Belgíu frá 1893 og 1899 eru merkileg í sögu þingræðisins. Þá var almennur kosningarréttur lög- 9*

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.