Samvinnan - 01.06.1927, Qupperneq 53

Samvinnan - 01.06.1927, Qupperneq 53
S A M V I N N A N 131 um leyft að kjósa frambj óðendur af tveimur listum, og skifta þannig atkvæðum sínum milli tveggja flokka. Stjórnmálalífið komst ekki í fastar skorður á ftalíu. Óeirðir mögnuðust í landinu, svo brátt horfði til borgara- styrjalda. Haustið 1922 hófu Fascistar undir forustu Mussolinis uppreisn og tóku stjómina í sínar hendur og hafa farið með völdin síðan. Mussolini fór að líkt og Cromwell á Englandi. Hann vildi stjórna landinu með aðstoð þingsins, en hann vildi ráða gerðum þess. Stjómarskráin er enn í gildi og þing er kosið með almennum kosningarrétti (um 30% af þjóð- inni eru kjósendur), en 18. nóv. 1923 var gerð sú breyt- ing á kosningarlögunum, að sterkasti flokkurinn fær ávalt mikið meira en helming allra þingsæta. Þessi til- högun er einsdæmi í þingstj órnarsögu vorra tíma, en með henni hefir Fascistum tekist að tryggja völd sín um stundarsakir. Þingið situr enn, og ekkert verður að lög- um nema með samþykki þess, en það er viljalaust verk- færi í höndum Mussolinis og félaga hans. Stjómin styðst fyrst og fremst við hersveitir Fascistanna og hún hefir beitt hörðu við pólitíska andstæðinga sína. Það má segja með sanni, að hún situr á byssustingjum, en það getur varla orðið örugt sæti til lengdar. Það er ekki ástæða til að skýra nánar frá þingstjórn- inni í Suður- og Austur-Evrópu. Öll ríki þar eiga sam- merkt í því, að seint á 19. öld eða snemma á þessari öld var stjórnarfarinu breytt frá einveldi eða öflugri stjórn aðals og kirkju, í þingstjóm. En þjóðimar hafir skort pólitískan þroska til þess að taka við svo snöggri breyt- ingu. Hinar miklu styrjaldir og þjóðernisdeilur hafa líka átt sinn þátt í því, að stjórnin hefir farið í ólestri. Þó liefir engin stjórnartilhögun komið fram, sem búast má við, að geti til lengdar komið í stað þingræðisins. Her- mannastjómin á Spáni og Ítalíu getur ekki staðist nema um stundarsakir. Kosningalög Belgíu frá 1893 og 1899 eru merkileg í sögu þingræðisins. Þá var almennur kosningarréttur lög- 9*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.