Samvinnan - 01.06.1927, Side 54

Samvinnan - 01.06.1927, Side 54
132 SAMVINNAN leiddur á þann hátt, að flestir borgarar, 25 ára að aldri, fengu eitt atkvæði, en þeir sem voru 35 ára, kvongaðir og barnamenn og greiddu vissa fjárupphæð í skatt, máttu greiða 2 atkvæði, og loks fengu mentamenn og efnamenn þrefaldan atkvæðisrétt. Af 1,600,000 kjósendum fengu 1,000,000 einfaldan atkvæðisrétt, rúmlega 350,000 tvö- faldan og hérumbil 250,000 þrefaldan. Allir voru skyldaðir til að kjósa. Kosið var á sunnudögum, og í hverjum hreppi. Sektir lágu við ef menn vanræktu kosninguna, og hægt var að svifta þá kosningarrétti, er ekki kusu fjór- um sinnum á 15 árum. Ennfremur var Belgía fyrsta ríkið, sem lögleiddi hlutfallskosningar. Þar var hin svonefnda d’Hondts að- ferð lögð til grundvallar. Ýms ríki hafa þó tekið upp á kosningaaðferð, sem kend er við Englendinginn Hare eða Andræ, danskan mann. Munurinn á þeim er aðallega sá, að d’Hondts aðferð veitir stærri flokkunum nokkur hlunn- indi á kostnað hinna smærri, en Andræs aðferð skiftir sætunum nákvæmlega jafnt milli flokkanna eftir atkvæða- magni þeirra. D’Hondts aðferð hefir verið tekin upp hér á landi eins og kunnugt er. Kosningatilhögun Belgja vakti mikla eftirtekt víða um heim. Flestar þjóðir hafa verið andstæðar kjörskyldu og margföldum kosningarrétti. Sú skoðun er alment ríkj- andi, að enginn maður megi eiga nema eitt atkvæði, og að ekki sé hægt að skylda neinn til þess að neyta kosn- mgarréttarins. Það liggur líka í augum uppi, að ávalt eru margir kjósendur óánægðir með þá frambjóðendur sem stjómir flokkanna tefla fram, og það væri harðstjóm, sem ekki er samboðin frelsisskilningi vorra tíma, að ætla að kúga þá með lögum til þess að kjósa. Kjörskyldan hefir alstaðar reynst illa, þar sem hún hefir verið lögleidd. öðm máli er að gegna með hlutfallskosningar. Þar hafa fjöldamargar þjóðir tekið sér Belgi til fyrirmyndar. Verður síðar skýrt frá þýðingu hlutfallskosninga fyrir þingst j órnina. Síðar verður sagt frá hinni einkennilegu stjórnartil- t

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.