Samvinnan - 01.06.1927, Qupperneq 58
136
SAMVINNAN
sögunnar verður að álykta um framtíðina. Og hver er
dómur sögunnar um það hversu best hafi farið á sam-
skiftum norrænna þjóða? Skal þá fyrst leitast við að
svara því, og athuga fyrsta liðinn, stjórnmálasamstarf
norrænu þjóðanna.
Norðurlandaþjóðimar, Svíar, Danir, Norðmenn og
Islendingar hafa reynt margskonar stjórnmálasamvinnu.
Þær hafa allar verið sjálfstæð ríki. En þær hafa jafn-
framt reynt margskonar stjómmálasamvinnu. Þær hafa
allar verið frjálsar þjóðir. En þær hafa jafnframt reynt
samvinnu tvær eða fleiri saman. Um skeið voru Norðmenn
og íslendingar í stjórnmálasambandi. Síðan bættust Danir
í þann hóp og loks Svíar líka. í Kalmarsambandinu komst
stjórnmálasamvinna Norðurlanda á hæsta stigið, ef mið-
að er við formið. En það stóð ekki lengi. Svíum þótti of
þröngt um sig í þessari norrænu samvinnu, og slitu sig
fyrst lausa. Síðan liðu nokkrar aldir. Þá kom að því 1814
að Norðmenn losnuðu úr tengslum við Dani, en voru
nauðugir spyrtir saman við Svía. Stóð svo tæpa öld, þar
til Norðmenn slitu algerlega sambandinu við Svía. Nokkr-
um árum síðar, 1918, varð ísland sjálfstætt ríki, sem það
hafði ekki verið síðan á 13. öld.
Niðurstaða hinna norrænu þjóða hefir orðið sú, að þær
vilja ekki hafa stjórnmálasamvinnu eins og Kalmar-sam-
bandið eða eins og hið dansk-norsk-íslenska ríki Alden-
borgarkonunganna.
Islendingar hafa ákaflega rótgróna skoðun um það,
hversu stjómmálasamvinnan við frændþjóðimar á um-
liðnum öldum hefir verið þeirn óhagstæð. Meðan Is-
land var sjálfstætt ríki í fornöld, í nálega fjórar aldir var
efnahagur landsmanna góður, mentun þjóðarinnar á háu
stigi, verslunin frjáls og í eðlilegum farvegi, og þjóðlífið
þróttmikið og fjömgt. Á þessum tíma mynduðu íslend-
ingar varanlegt andlegt verðmæti: Merkilegt stjómar-
skipulag, sem átti vel við alla landshætti, tiltölulega full-
komna löggjöf, og síðast en ekki síst bókmentir sem á