Samvinnan - 01.06.1927, Side 62

Samvinnan - 01.06.1927, Side 62
140 SAMVINNAN Reynslan sýnir að þegar tvær eða fleiri af Norður- landaþjóðunum hafa verið í stjórnmálasamvinnu hver með annari, þá hefir það orðið til varanlegs ófarnaðar á báð- ar hliðar. Sú þjóðin eða þær, sem veikari eru að efnum eða íólksfjölda hafa orðið fyrir margskonar kúgun af sterk- arí sambýlisþjóðinni. Samlyndið milli þjóðanna hefir verið því verra, sem stj órnmálastarfið hefir verið nánara. Ekk- ert er auglj ósara en að hin langvarandi kyrstaða og hnign- un íslands og Noregs, meðan löndin voru í nánu stjórn- málasambandi við frændþjóð sína Dani, var bein afleiðing af þessum þjóðafélagsskap. Ef til vill er enn þýðingar- meiri röksemd fólgin í þeirri staðreynd, að hin glæsilega, hamingjusama og frjóa andlega samvinna, sem var milli íslendinga og Norðmanna, meðan bæði rikin voru sjálf- stæð og óháð hvert öðru, þornaði upp um leið og hið póli- tíska samband byrjaði. Og í stað hinnar góðu kynningar og frjálsmannlegrar vináttu komu deilur og illindi, kúg- un og uppreistarandi. Reynslan bendir þessvegna eindregið í þá átt, að auk- in samvinna milli Norðurlandaþjóðanna eigi ekki að vera stjórnmálalegs eðlis. Þessar þjóðir eigi að vera alfrjálsar og óháðar hver annari í stjórnmálaefnum. Og sé sú regla brotin leiðir af því allskonar ófarnað fyrir þjóðir þær er taka þátt í því samstarfi. En langmest er þó hættan fyr- ir fámennari og efnaminni þjóðirnar. ,,Yfirþjóðin“ í slíku sambandi líður aðallega tjón siðferðislega. Það er þraut- reynt, að forusta yfir öðrum þjóðum fæðir að jafnaði af sér dramb og yfirlæti í hugum þegna þeirra, er til heyra „fengsælli þjóð“. Mishepnuð stjórnmálasamvinna milli þjóða skaðar veikari aðilann andlega og efnalega, en hin sterkari siðferðislega. Reynslan fordæmir þannig stjórnmálasamvinnu noi'- rænna þjóða. En þá er að athuga næsta lið samstarfsins, þ. e. samvinnu norrænna þjóða í fjármálum. Það er töluvert erfiðara að sjá til fulls út yfir fjár- málasamstarfið, heldur en stjórnmálasamvinnuna. Eins og áður er frá sagt höfðu Norðmenn og fslendingar mikil

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.