Samvinnan - 01.06.1927, Side 64

Samvinnan - 01.06.1927, Side 64
142 SAMVINNAN Þessi dæmi sýna, að í raun og veru gildir sama lögmál um stjórnmálalega og fjárhagslega samvinnu milli þjóðanna, enda er um mjög skyld efni að ræða. Þjóðir, þótt skyldar séu, vilja vera fullvalda í fjármálum og atvinnurekstri hver fyrir sig. Þær þola ekki betur ágang í þeim efnum, heldur en ef gérð er árás á stjómarfarslegt sjálfstæði þeirra. Niðurstaðan er þá sú, að reynslan sýni ótvírætt, að fjármálasamvinnan milli norrænna þjóða hefir oft gefið tilefni til andstöðu og kulda í skiftum nágranna og frænda. Og því aðeins er fjármálasamvinna n orrænu þjóðanna æskileg, að hún sé bygð á fullkomnu jafnrétti aðilanna, svo að ekki sé um yfirdrotnun, eða nokkra kúgun að ræða. Samvinnuheildsölurnar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hafa gert með sér samband un innkaup á vörum, einkum írá fjarlægum löndum. Sú samvinna hefir gengið vel, enda er hún bygð á jafnrétti þjóðanna og félagsmanna í hverju landi. En því miður er því sjaldan til að dreifa endranær. Þá er að lokum komið að síðasta lið þessa máls, hinni andlegu samvinnu. Hvernig hefir reynslan verið á þeim cfnum og hvers má vænta í framtíðinni? Lítum enn til reynslu íslendinga og Norðmanna. Menn hafa deilt nokkuð um það hvar Edda og fleiri af hinum sígildu fornritum hafi veríð skráð. En enginn neit- ar því, að þessi rit hafa íslendingar geymt og varðveitt fyrir menningu heimsins öldum saman. Um mörg af þess- um ritum, t. d. Heimskringlu, er enginn vafi á um höf- und og heimildir. Islendingur, búsettur á íslandi, hefir ritað þá bók, sem bjargað hefir fornöld Norðurlandaríkj- anna, hinna stærri, frá gleymsku. En sé nánar aðgætt, þá i ru þessi afrek Snorra Sturlusonar og annara af stórmenn- um forníslenskra bókmenta bein afleiðing af norrænni samvinnu í andlegum efnum. íslendingar á þjóðveldis- tímanum voru eins og áður er sagt sífelt á faraldsfæti erlendis, mest í Noregi, en þó nokkuð í Svíþjóð og Dan- mörku. Þessar utanferðir voini óhjákvæmilegur liður í uppeldi og mentalífi þjóðarinnar. Án utanferðanna, og

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.