Samvinnan - 01.06.1927, Side 67
SAMVINNAN
145
velg-jörðamanns norsku þjóðarinnar, og sá sem beinir
þróun íslensku þjóðarinnar inn á hnignunarbrautina.
Tíminn leyfir ekki að fleiri dæmi séu rakin, enda
munu þessi nægja. Dómar sögunnar eru ótvíræðir um það,
hverskonar samvinna hentar best Norðurlandaþjóðunum.
Það er hið andlega samstarf milli frjálsra þjóða, frjálsra
bæði stjórnarfarslega og í fjármálaefnum. Milli Norður-
landaþjóða á að hefjast sú samvinna sem er framhald af
starfi Snorra Sturlusonar, en varast þá samvinnu sem var
uppistaða í „konungshugsun“ Hákonar gamla í skiftum
við norrænar frændþjóðir.
Eg vil að lokum taka fram fáein atriði viðvíkjandi
framtíðarstarfi Islendinga við frændþjóðirnar í austur-
átt, einkum við Noreg. Eg hefi sannað með ótvíræðum
rökum, að þar getur ekki verið um að ræða stjórnmála-
eða fjármálasamstarf í áframhaldi af aðgerðum Hákonar
gamla eða Kristjáns fjórða. En fordæmi Snorra og annara
af leiðtogum frá þjóðveldistímanum vísar aftur leiðina,
sem stefna ber.
Fom-íslendingar voru, eins og áður er sagt, þrá-
sinnis á ferðum víðsvegar um Norðurlönd, einkum í Nor-
egi. Án þessara sífeldu utanfara hefði hin glæsilega fom-
aldannenning aldrei blómgast á Islandi. Vegna þess hve
þjóðin var og er lítil, eru íslendingum nauðsynlegar mikl-
ar utanferðir til að verða fyrir sífeldum áhrifum af lífi
stærri þjóða. Og svo vill vel til, að Islendingar finna þetta
sjálfir. Þeir voru í fomöld mjög fúsir til ferða utanland?
og þeir eru það enn. Nú er Noregur það land, sem næst
er íslandi og staðhættir skyldastir. Þá er og frændsemin
mest milli Norðmanna og Islendinga. Saga landanna hefir
og verið hliðstæð að því leyti að á eftir langvinnri hnign-
un og kyrstöðu hefir komið endurreisnar- og framfara-
öld. En Norðmenn fá sjálfstjóm og byrja viðreisn sína
nálega einni öld á undan Islendingum. Þess vegna hafa ís-
lendingar mikið að læra af Norðmönnum viðvíkjandi fjöl-
mörgum framfömm, einkum í verklegum efnum. Og þó
að Norðmenn séu hér einkum tilnefndir, þá nær hið sama
10