Samvinnan - 01.06.1927, Page 71

Samvinnan - 01.06.1927, Page 71
SAMVINNAN 149 Alloft vilja kaupfélagsstjórnirnai* blanda sér mjög í daglegan rekstur félagana. Stundum verður það til góðs, en alloft til einkis gagns. Þar sem kaupstjórinn er mjög óduglegur getur verið að athafnasöm stjóm bæti eitthvað ur vöntunum hans. En stundum verður tilhlutun stjóm- arinnar að vandræðafálmi, og er fremur til skaða fyrir starfsemi duglegi*a kaupstjóra. Stuart Mill sagði að hin besta lýðstjóm væri sú, þar sem fólkið væri húsbóndi, en hefði fyrir þjóna menn sem væru duglegri en húsbóndinn sjálfur. Þetta ætti að vera hugsjón kaupfélagsmanna, þótt erfið sé í verki. í Frakklandi eru stundum mörg kaupfélög Hvernig í sömu borg, jafnvel í fremur litlum bæj- kaupfélögin um. Vitaskuld hljóta félögin þá að vera komast hjá lítil, svo að hinn mikli fjöldi þeirra ber að rekast á. ekki vott um styrkleik, heldur þvert á móti um mikið skipulagsleysi. Þar sem mörg lítil félög eru á stað, þar sem aðeins ætti að vera eitt stórt, byrjar óeðlileg samkepni um félagsmennina. Sum félögin reyna að fá sem allra hæstan tekjuafgang til skifta. Önnur að þrýsta verðinu lengra niður en góðu hófi gegnir og geta báðar aðferðirnar leitt af sér margskonar vandkvæði, ef lítt er gætt hófs. Hin mörgu félög hafa þá meiri húsakosti yfir að ráða en með þarf, byrja að senda vörur heim, og hafa máske fjóra vagna þar sem ekki þyrfti nema einn, við að koma vörum heim til kaupenda. Of mörg kaupfélög á sarna stað hafa þess vegna orðið til að hækka verðið og auka dýrtíð á staðnum alveg eins og of margir smákaupmenn. Því fleiri sem félögin eru, því erfiðara er að finna nógu marga hæfa menn til að stýra þeim. í Frakklandi eru um 3200 kaupfélög og til að stýra þeim veitir ekki af 30—40 þús. mönnum. Þessi mikli félagafjöldi í Frakklandi stafar af því að franska þjóðin er hneigð til sjálfræðis og kann lítt að því að mynda sterkt skipulag með frjálsum samtökum. í Englandi bræða menn saman félögin, þannig að þar í landi fjölgar félagsmönnum ár frá ári, en félögin fækka.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.