Samvinnan - 01.06.1927, Page 75

Samvinnan - 01.06.1927, Page 75
SAMVINNAN 153 að skifta þeim með sannvirði milli félagsmanna. En um þetta hefir verið háð löng senna milli kaupmanna og kaup- félaga í Frakklandi. Kaupmennimir hafa sótt fast á að félögin yrðu að kaupa borgarabréf eins og þeir, og síð- an greiða alla skatta og skyldur jafnt þeim. Kaupfélags- menn neituðu þessu. Þeir sögðust ekki vera neinir kaup- héðnar og þeir neituðu algei’lega að láta setja sig í flokk með þeim, þóttust ekki hafa til þess unnið. Vai'ð um þetta löng senna í þinginu og tókst ekki að koma samvinnulög- um gegn um efri deildina, þar sem kaupmannavaldið var sterkast. Að lokum fór svo að 1905 var ákveðið að öll kaup- félög, sem hafa opna búð skyldu leysa boi’garabréf eins og kaupmenn. Þóttust milliliðimir þar hafa unnið nokkum sigur, því að með þessu jafnrétti væri fengin átylla fyrir samskonai „jafnrétti“ í skattamálunum. í Englandi hefir baráttan um tvöfalda skattinn verið löng og hörð. Hlutafélögin þar í landi hafa orðið að borga tekjuskatt af gróða sínum. Kaupmenn í Englandi hafa heimtað að sama regla skyldi gilda um tekjuafgang kaup- telaga. Eftir því sem meir leið á stríðstímann urðu kröfum- ar frá gróðamönnunum um tvöfalda skattinn á kaupfé- lögin háværari og er þeirri baráttu ekki lokið enn*). Kaupfélagsmenn í Englandi hafa fært margar og gildar ástæður fram móti tvöfalda skattinum. Eftir enskum lögum má ekki leggja tekjuskatt nema á gróða. En kaupfélögin hafa engan gróða frá félagsmönn- um sínum, heldur skila þeim því, sem hver þeirra hefir ofborgað. Tekjuafgangur í kaupféiagi er ekki gróði, held- ur er hann sparifé, sem er skilað aftur réttum eig- anda. Ennfremur er það venja í Englandi að heimta ekki "*) Baráttan um tvöfalda skattinn í Englandi varð til þess að kaupfélagsmenn breyttu stefnu viðvíkjandi aðstöðu sinni til stjómmála. Áður höfðu samvinnumenn verið lilutlausir í þeim efnum. En síðan sýnt var að kaupmenn beita stjórnmálaáhrif- um sinum til að eyðileggja félögin, var efnt til samvinnuflokks.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.