Samvinnan - 01.06.1927, Page 79
SAMVINNAN
157
gefist það ágætlega. Heildsölur finskra, sænskra og
norskra samvinnumanna fetá á eftir sömu slóð, en eru
yngri og skemur á ~veg komnar.
Árið 1914 framleiddu samvinnuheildsölur Breta og
Skota iðnaðarvörur fyrir 228 miljónir kr. en einstök kaup-
félög (hin stærstu) fyrir 280 miljónir, en það var þriðji
hlutinn af veltu félaganna í Bretlandi það ár. Framförin
er geysi mikil í þessum efnum, því að um aldamótin síð-
ustu var framleiðsla allra ensku félaganna ekki nema
þriðjungur við það, sem hún var orðin í byrjun stríðsins.
Enginn vafi er á því, að í framtíðinni mun fram-
leiðsla samvinnufélaganna vaxa hröðum fetum, ef dæma
má eftir hinni stuttu reynslu, sem fengin er, og þar sem
svo mikið hefir áunnist. En iðnaðurinn er ekki sjálfum
sér nógur. Til að geta framleitt í verksmiðjum, þarf að
hafa óunnin efni. Það bendir samvinnufélögunum á að
þau þurfa líka að fá yfirráð yfir nokkru af náttúrugæð-
um þeim, sem verður að nota, námum og landi.