Samvinnan - 01.06.1927, Page 82
160
SAMVINNAN
hirða hann. Aftur á móti er enginn vafi á, að torfvegg-
irnir og torfþakið á að mörgu leyti einkar vel við skilyrð-
in í snjóahéruðum landsins.
Þá kemur næst bærinn á Böggversstöðum í Svarfað-
ardal. Hann er bygður árið fyrir stríðið. Þá er stein-
Böggversstaðir í Svarfaðardal.
steypuöldin komin. Bærinn er tvílyftur með háu þaki.
Neðri hæðin er úr steinsteypu, efri hæðin úr timbri, og
jámþak á húsinu.
En það sem er merkilegast við bæinn á Böggvers-
stöðum er það, að þar er gerð ákveðin tilraun til að
byggja hús úr steinsteypu og timbri í b æ j a s t í 1. Tvær
háar bustir vita fram á hlaðið. Þær minna á hin gömlu
þil. En mænirinn, sem tengir þær saman, er baðstofuþak-
ið gamla. I Böggversstaðabænum eru frumdrættir að
hinum nýja stíl, sem húsameistarar og listamenn eins og
Ásgrímur Jónsson hafa nálega fullskapað á síðustu árum.
Bærinn á Böggversstöðum snýr aðalhlið nálega móti
suðri. Þess vegna má segja, að bændurnir sem því réðu,
bræður hins ágæta manns, Guðjóns Baldvinssonar, hafi
orðið í fararbroddi sinnar samtíðai, bæði um stíl bæjar-
ins og viðhorf til sólar.