Samvinnan - 01.06.1927, Page 84

Samvinnan - 01.06.1927, Page 84
162 SAMVINNAN Ef steinloft er yfir kjallaranum, og útidyr gegnum bak- vegg, eru margskonar þægindi við þá tilhögun, en hvorki óþrifnaður né óheilnæmi. I nýbygðu, vönduðu steinsteypu- húsi á Varðgjá í Eyjafirði, er fjós í kjallaranum. Veldur. það miklum hlýindum í íbúðinni. Gólfið jafnan hlýtt, eins og væri miðstöðvarhitun, sem vermdi steininn. Fyrrum var algengt að hafa fjós undir baðstofupalli, einkum í frosta- og snjóahéruðunum. Það var sjálfsvöm fólksins í eldiviðarlausu landi, móti kuldanum. En þá kunnu menn ekki önnur ráð en að hafa timburgólf í baðstofunum, og spilti fjósið þá að sjálfsögðu lofti í baðstofunni. En hús- dýrin, torfveggimir og torfþökin, héldu hlýjum híbýlum íslendinga öldum saman. Og það er enginn vafi á því, að margir hinir hættulegustu sjúkdómar, sem nú herja land- ið, einkum berklaveikin, stafa að miklu leyti af kuldanum í lélegum stein- og timburhúsum*). Vallanes er einhver fegursta jörð á Austurlandi. Bær- inn stendur á austurbakka Lagarfljóts. Norður frá túninu liggja víðáttumiklar grundir, hið besta engi. Er það alt Vallanesland. í Vallanesi hefir um alllangt skeið búið Magnús prestur Jónsson.Hann var athafnamaður í mörgu, bygði þar steinhús mikið og fylgir hér mynd af því, og öll peningshús úr steinsteypu. Sr. Magnús er hugkvæmur maður um byggingar. Hefir hann ráðið mestu um bygg- ingu steinbæjar á Mýrum í Skriðdal, þar sem íbúðarhús og peningshús eru öll í einni byggingu. Að vísu mun það byggingarlag tæplega koma til greina alment, en engu að síður er sú hugmynd merkileg. Vallaneshúsið stendur nálega fram við Lagarfljót, og snýr aðalhlið móti suðri. Undir því er hár kjallari. Á aðalhæð eru mörg herbergi og stór til íbúðar, en svefn- herbergi góð á loftinu og kvistinum. Ef það yrði hugsjón bænda, að reisa bæi sína nákvæmlega í sama stíl og kaup- *) Guðjón Samúelsson húsameistari er þvi mjög fvlgjandi að hafa fjós undir steingólfi í sveitabæjum, af ástæðum þeim, sem hér eru tilgreindar. Ritstj.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.