Samvinnan - 01.06.1927, Page 91

Samvinnan - 01.06.1927, Page 91
Aðstaða til skuldaima Skuldir, einkum verslunarskuldir, hafa lengl verið eitt hið mesta mein Islendinga. Skuldahneigðin er vitan- lega ekki sérstaklega íslenskt fyrirbrígði. En á íslandi eru sérstakar ástæður, sem gera baráttuna fyrir skuld- lausri verslun erfiða. Hér á landi hafa menn frá ómuna- tíðtíð orðið að lifa á lánum hálft árið eða meira til. Fisk- urinn og kjötið, aðalframleiðsluvörur útvegsmanna og bænda seljast ekki fyr en seint á árinu, þegar varan er framleidd, og meginþorri þess fólks, er lifir af þessari framleiðslu, hefir tekið lán fyrir lífsnauðsynjum sínum frá því um áramótin næst á undan. Islensk verslun er í einu bæði óvenjulega áhættusöm og veltufjárfrek. í næstu löndum geta flestir framleið- endur fengið fljótt andvirði vöru sinnar. Danskir bændur fá svo að segja vikulega verð fyrir afurðir sínar bæði á ínnlendum og útlendum markaði. Það er þessvegna jafn- auðvelt fyrir slíka bændur, að versla skuldlaust, eins og fyrir menn á föstum launum. Þá getur sami peningurinn notast í versluninni mörgum sinnum á ári. Þess vegna þurfa danskir bændur hlutfallslega minna veltufé heldur en stéttarbræður þeirra hér á landi. Kaupfélögin hafa leitast við að finna ráð bæði móti skuldunum og veltufjárskortinum. Öll viðleitni kaupfélag- anna hefir stefnt að því að bæta framleiðsluvöruna og verð hennar. Að auka tekjur bændanna er vitaskuld stórt spor til að vinna móti skuldasöfnun. I öðru lagi er skuldatryggingarfyrirmynd sú, er Hallgrímur Kristinsson fann upp, afbragðs úrræði á

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.