Fréttablaðið - 29.08.2009, Side 58

Fréttablaðið - 29.08.2009, Side 58
8 matur Hver fiskitegund hefur sinn árstíma og nú er laxinn upp á sitt besta,“ segir Snorri Birgir Snorrason, eigandi Brauð- bæjar. Hann hefur haft umsjón með veiðihúsinu við Haffjarðará undanfarin sumur og veit hvað hann syngur. Þar veiðir hann stundum sjálfur í soðið og viður- kennir að það sé jafnvel enn meira sport en að gæða sér á aflanum enda hefur hann stundað laxveiði í um tuttugu ár. „Þetta er án efa áhugamál númer eitt.“ Snorri er hrifinn af öllu sjávar- fangi og nefnir þorskhnakka, smá- lúðu, hlýra, steinbít og rauðsprettu. „Ég mun þó leggja höfuðáherslu á laxinn eitthvað fram í september en síðan taka aðrar tegundir við og með haustinu kemur flatfiskurinn sterkur inn.“ Eins og gefur að skilja hefur Snorri prófað sig áfram með fjöl- marga laxarétti og gefur lesend- um uppskrift að fylltri laxarúllu með romain-salati og balsamik- gljáa. „Þetta er einfaldur réttur sem krefst þó smávegis undirbún- ings en matreiðslan er aðeins frá- brugðin því sem gengur og gerist og gæti fólki þótt gaman að prófa eitthvað nýtt.“ Að sögn Snorra eru útlendingar sérstaklega sólgnir í laxinn á Brauðbæ en þar hefur hann boðið upp á villtan lax í allt sumar. „Síðan er ég með íslenskt lamb og nautakjöt enda reynum við að hafa sem minnst innflutt í anda dagsins í dag. Við reynum að halda okkur sem næst upprunanum og laga allt frá grunni,“ segir hann og snýr sér að eldamennskunni að nýju. - ve Lax veiðimannsins Snorri segir réttinn einfaldan þótt hann krefjist smávegis undirbúnings. LAXAFARS 150 g lax 1 eggjahvíta 1 dl rjómi ½ tsk. rifið engifer ½ tsk. mangóchutney ½ tsk. rifinn hvítlaukur 1 tsk. söxuð steinselja Allt sett í mat- vinnsluvél og maukað vel. LAXARÚLLA 640 g laxaflak (roðlaust og beinlaust) Laxinn er skorinn í 4 parta, bar- inn léttilega og farsið sett í miðjuna og laxinum rúllað upp í plastfilmu og lokað vel. Rúllan er þá sett í sjóðandi vatn og soðin við vægan hita í 8-10 mín- útur. ROMAIN-SALAT 1 stk Romain-salat 2 msk. ólífuolía 1 tsk. sesamfræ Skorið gróft og soðið í 2 mín- útur í léttsöltu vatni. Sett í sigti og látið leka af því. Kryddað með ólífuolíu og sesamfræjum. BALSAMIKGLJÁI ½ l kjötsoð ½ bolli balsamikedik Soðið niður í 10-12 mínútur. FYLLT LAXARÚLLA MEÐ ROMAIN-SALATI OG BALSAMIKGLJÁA Fyrir fjóra Fyllt laxarúlla með romain-salati og balsamikgljáa. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Snorri Birgir Snorrason, eigandi Brauðbæjar, hefur stundað laxveiði í tuttugu ár. Hann segir að villti laxinn sé bestur á bragðið á þessum tíma ársins. Veitingastaðurinn Saffran í Glæsibæ annar ekki eftirspurn og verður því opnaður nýr staður á Dalvegi 4 í Kópavogi á sunnudag. Austurlensk stemning er yfir bæði útliti og matreiðslu staðarins, en Saffran hefur getið sér gott orð fyrir heilsusamlega rétti úr íslensku hráefni, en saffran-kryddið sjálft er að sjálfsögðu innflutt. Austurlenskur blær er einnig yfir nýja staðnum, sem Thelma Guð- mundsdóttir innréttaði, líkt og þann við Glæsibæ. Veggirnir eru í sterkum hlýjum litum, auk þess sem viðarklæðning gefur notalegt yfirbragð. Þá prýða myndir Áslaugar Snorradóttur veggi staðarins, en þær eru teknar á ferðalögum hennar um Indland og Marokkó. Kokkarnir á Saffran koma víða að og hefur það sjálfsagt áhrif á alþjóðlegt yfirbragðið. Jamil Jamchi, annar eigenda staðarins, ásamt Hauki Víðissyni, er hálfur Persi og hálfur Bandaríkjamaður en einnig starfa kokkar frá Írak og Sýrlandi. - kbs SAFFRAN Í KÓPAVOGI Heitir litir og framandi matargerð heilla á veitingastaðnum Saffran. VEITINGASTAÐURINN A Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.