Andvari - 01.05.1967, Síða 30
28
JÓN GÍSLASON
ANDVARI
bjóða velkominn læknaguðinn Askle-
píos (sem var hetjuguð, þ. e. var í guða-
dýrkuninni ávarpaður sem heros, ,,hetja“),
þegar hann var fluttur (sennilega í líki
heilagrar slöngu) frá Epídáros til Aþenu.
Hann kemur einnig á annan hátt við
hetjudýrkunina í Aþenu, t. a. m. við
dýrkun hetjunnar Halons (sem annars
er ekkert vitað um) og hetjunnar Idera-
klesar. Að Sófokles látnum var hann sjálf-
ur tignaður sem hetja í Aþenu undir nafn-
inu Dexíon, sem þýðir „sá sem býður vel-
kominn“, sbr. það, sem fyrr sagði um
Sófokles og Asklepíos. Hefur helgistaður
skáldhetjunnar fundizt í vesturhlíð Akro-
polishæðar, eins og áletrun sýndi, sem
jafnframt er sönnun þess, að dýrkun
þessi hefur haldizt a. m. k. langt fram á
4. öld f. Kr. b.
Vitað er, að Aiskýlos var nátengdur
launhelgunum í Elevsis, enda var hann
fæddur þar. Sófokles var fæddur 1 Kólo-
nos í Attíku, þar sem var gröf hetjunnar
Oidípúsar, sem skipar svo veglegan sess
í skáldskap Sófoklear. Sannast því hér
sem oftar hið fornkveðna, að lengi býr
að fyrstu gerð.
En tæplega er unnt að hugsa sér
meiri andstæður en launhelgarnar og
hetjudýrkunina, þó að báðar snerust
þessar trúarstefnur um dauðann. Sá var
munurinn, að launhelgarnar í Elevsis
vöktu vonir um sæluríkt líf eftir dauð-
ann, þar sem hins vegar dýrkun hetjunnar
var bundin við sjálfa gröfina. Helgi-
athafnirnar í Elevsis voru tilefni til
fagnaðar: helgiganga, vígsla, opinberun,
hugstola hrifning. Hetjudýrkunin skaut
mönnum hins vegar skelk í bringu, trú-
arlegur geigur og harmatölur fléttuðust
saman. Blóðfórnin á gröfinni var veizla
handa hetjunni, sem þar bjó. Elevsis var
opinberun í dýrlegu ljósi. Hctjan var
aðeins dýrkuð eftir sólarlag.
Hetjur voru af næsta ólíkum uppruna.
En eitt má þó telja sameiginlegt einkenni
þeirra: Þær höfðu allar með einhverjum
hætti sprengt af sér þær takmarkanir,
sem venjulegir dauðlegir menn eru háðir.
Idetjum var líka viðbrugðið fyrir skap-
ofsa. Þetta voru langoftast reiðir menn,
já, meira að segja fokreiðir. Og skap
þeirra hélt áfram að ólga jafnvel í gröf-
inni. Grafir þeirra voru helgir staðir. Var
betra að vanrækja ekki á nokkurn hátt
dýrkun þeirra, ef eigi átti verra af að
hljótast. í lifanda lífi höfðu þessi afar-
menni gefið dauðann og djöfulinn í allt
og alla og hvergi hopað, hver sem í hlut
átti, jafnvel þótt við guðina sjálfa væri
að skipta. Vildu þeir heldur bíða hel en
hopa um hársbreidd eða vægja fyrir
óvinum sínum. Minnir skapferli þeirra
mjög á anda Islendingasagna eins og
hann kemur t. a. m. fram í vísu þeirri,
er Gunnar á Hlíðarenda átti að hafa
kveðið dauður í hauginum, og ekki síður
í athugasemd Skarphéðins við hana:
„Mikit er um fyrirburði slíka“, segir
Skarphéðinn, „er hann sjálfr vitrask okkr,
at hann vildi heldr deyja en vægja fyrir
óvinum sínum, ok kenndi hann okkr þau
/ yeU
rao .
Dýrkun hetjanna miðaði þess vegna
aðallega að því að milda skap þeirra.
Sumar hetjur höfðu jafnvel fátt sér til
ágætis annað en ofsann. Þær bjuggu yfir
mikilli orku, sem engan veginn þurfti að
vera í neinum tengslum við siðferði-
legar hugmyndir eða guðstrú.
Þessu til skýringar er lærdómsrík
sagan af Kleomedesi frá Astýpalaia, sem
bæði er að finna hjá Pásaníasi (VI, IX,
6—8) og Plútark (Rom. 28, 4—6).
Kleomedes var afbragð annarra manna
að íþróttum, en var svo ólánsamur að
verða að bana andstæðingi sínum í hnefa-
leikakeppni á Ólympíuleikunum. Var
hann sekur fundinn af dómurunum um
ranglætisverk, og dæmdu þeir af honum