Andvari - 01.01.1977, Side 5
GUÐMUNDUR DANÍELSSON:
EGILL GR. THORARENSEN
i
Væri ég mikið tónskáld, svo sem á borð við Beetboven, mundi ég semja
mína „Heroicu" - betjusinfoníu - belgaða Agli Tborarensen. En þar sem
ég er ekki annað en ég er, verð ég að láta nægja ritgerð þessa fátæklega.
Svo áleitin gerist þó óskbyggjan um tónverkið, að ég hef ákveðið að
befja ritsmíðina á eins konar stefi, en stefin nota tónskáldin sem kunn-
ugt er til þess að boða í stuttum upphafslaglínum andblæ og inntak verks-
ins sem á eftir fer.
Þegar Egill átti sextugsafmæli í janúar 1957, setti ég saman stutta
grein um manninn og birti bana í blaðinu „Suðurlandi", sem ég rit-
stýrði frá 1953-1973. Þessa kveðju til garpsins ætla ég nú að nota sem
stef:
„Egill í Sigtúnum eldist smátt og smátt eins og aðrir menn, bann
varð sextugur mánudaginn 7. janúar s.l. Hann er með öðrum orðum kom-
inn á þann aldur að vera bvorki ungur né gamall, eða svo lét hann eitt
sinn sjálfur unimælt í blaðagrein um vin sinn og samverkamann, Kristin
Vigfússon trésmíðameistara, að þannig litum við austanfjallsmenn á ald-
urinn milli sextugs og sjötugs, og er það rétt bermt.
Því vil ég lýsa yfir strax, að ég er síður en svo nákunnugur Agli
Tborarensen, ég er ekki nema málkunnugur bonum fremur en aðrir
Sunnlendingar allflestir, þekki hann svona vel frá öðrum, líkt og ég
þekki Eyjafjallajökul frá Kotamannafjalli, Ingólfsfjall frá Kögunarbóli,
því að maðurinn rís skemmtilega bátt yfir flatneskjuna og fær ekki dulizt.
Fer þar allt saman: skapgerð, vinnubrögð, fas og ytra útlit. Ég treysti
mér ekki til að benda á neinn ákveðinn stórhöfðingja íslandssögunnar,
sem Egill Tborarensen minni sérstaklega á, því að bann befur einkenni