Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1977, Side 14

Andvari - 01.01.1977, Side 14
12 GUÐMUNDUR DANÍELSSON ANDVARI „Þónýáli".) „Þykir því vel hlýða, að hann flytji einnig mynd af síðari konu hans, Ragnheiði Þorsteinsdóttur, sem andaðist í vor, ásanrt nokkrum orðum, frá nákunnugum manni, og eftirmælum, sem séra Matthías Jochumsson hefur kveðið, er var sóknarprestur hennar um eitt skeið. Frú Ragnheiður var fædd í Reykholti 18. marz 1834. Faðir hennar var séra Þorsteinn Helgason frá Móeiðarhvoli, er Jónas Hallgrímsson kvað eftir erfiljóðin fögru: „Hvarmaskúrir harmurinn sári“. Móðir séra Þor- steins var Ragnheiður dóttir Jóns sýslumanns á Adóeiðarhvoli og Sigríð- ar Þorsteinsdóttur sýslumanns sama stað, Magnússonar á Espihóli, Björns- sonar, Pálssonar, Guðhrandssonar hiskups. Kona séra Þorsteins var Sig- ríður Pálsdóttir, Guðmundssonar sýslumanns í Krossavík, Péturssonar, vitur kona og skörungur mikill. Þau hjón áttu þrjár dætur, og var Ragn- heiður þeirra elzt. Séra Þorsteinn varð skammlífur, hann drukknaði í Reykjadalsá 7. marz 1839 og varð mörgum harmdauði. Það er í minnum haft, að þá er lík hans var fundið og borið til kirkjunnar, varð öllum orðfall að „syngja það inn“. Þá byrjaði Sigríður sjálf og söng ein þetta vers úr 48. passíusáhninum: „Umhugað er einum drottni". Þótti henni þá sem oftar kippa í kyn þeirra Krossavíkurmanna um þrekið. Ari síðar fluttist hún að Síðumúla með dætur sínar og hjó þar ekkja, þar til er hún giftist 1845 séra Sigurði í Hraungerði. Hann var sonur séra Gísla í Odda Þórarinssonar sýslumanns á Grund. Hann var þá ekkjumað- ur, athafnamaður mikill og fjáður vel. Þar ólst Ragnheiður upp við atorku mikla og búsýslu og gerðist harla bráðþroska og mannvænleg. Þegar hún var 18 ára, bað hennar Skúli læknir á Móeiðarhvoli. Hann hafði áður átt Sigríði föðursystur hennar og var nú ekkjumaður og skorti tvo vetur á fimmtugt, en hann var höfðingi mikill og glæsilegur, allra manna vinsælastur og hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann var staddur. Flann var yngsti sonur Vigfúsar sýslumanns á Fllíðarenda Þórarinssonar, og voru þeir séra Sigurður í Hraungerði bræðrasynir. Séra Sigurður tók illa bónorði frænda síns og kvað aldursmun óhæfilega mikinn, og þar kom, að hann synjaði þverlega ráðsins. Ragnheiður kvað hann mundu ráða því, ef hann vildi, „en hinu skal ég ráða, að giftast þá aldrei neinum manni öðrum“. Móðir hennar kvað hana skyldu sjálfráða í þessu máli fyrir hverjum manni. Stjúpi hennar lét þá undan, en kvað þær mundu verða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.