Andvari - 01.01.1977, Síða 23
andvari
EGILL GR. THORARENSEN
21
þögn, hvort með sínar liugsanir, hún minningarnar, ég eftirvæntinguna,
en núna á mamma frí og er jafnaldra mín, og í huganum strýkur hún
mosann og kyssir hláberjalyngið á Bjarnarfelli.
Einum degi seinna gengum við sarnan um þetta draumaland, ]iað var
yndislegt, og bláherin voru góð eins og áður, en sjón og hugsjón er ekki
það sama. Núna man ég lítið frá þeim degi að segja, en síðan ég fór
þessa ferð með mömmu, hefur Bjarnarfell alltaf verið mér Fjallið helga,
af því að það var fjallið hennar mömmu.
Móðir mín, Jónína Egilsdóttir, var fædd 16. maí 1868 að Múla í
Biskupstungum. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Jónsdóttir og Egill
Pálsson, sem þar hjuggu seinni hluta 19. aldar. Páll afi hennar hjó þar
einnig, Stefánsson frá Neðradal, Þorsteinssonar í Dalbæ, Stefánssonar
prests í Steinsholti, d. 1773. Móðurafi móður rninnar var Jón prófastur
á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Halldórssonar prests í Saurbæ, Magnússonar
sýslumanns á Geitaskarði, Gíslasonar biskups á Hólum Magnússonar.
[Séra Stefán Þorsteinsson átti Vigdísi Diðriksdóttur, sem var dóttir Diðriks
á Onundarstöðum í Landeyjum og Guðrúnar Flögnadóttur prestaföður
Sigurðssonar, og renna þar saman móðurætt mín og móðurætt Egils Gr.
Thorarensens. Bæði kornin í 5. lið frá Högna. G.D.] Móðuramma mömmu
var Kristín, dóttir Vigfúsar sýslumanns á Hlíðarenda, systir Skúla læknis
á Móeiðarhvoli föðurafa míns, voru því foreldrar mínir að öðrurn og
þriðja að skyldleika. Kristín dó hjá Önnu dóttur sinni í Múla 16. júní
1882, 85 ára að aldri, mundi móðir mín hana því vel. Kristín var harn
sinnar tíðar, ströng og siðavönd eins og heldrikonum sómdi. Er til saga
um það frá því hún var öldruð kona í Múla, að bróðir hennar, Skúli
læknir, og frændi hennar, Skúli prófastur og þjóðsagnaskrásetjari á Breiða-
bólstað, hafi heimsótt hana að Múla, þeir þá komnir á efri ár og héraðs-
höfðingjar, báðir voru orðlagðir gleðimenn, en undir samræðum um
Evöldið hafði gömlu konunni þótt þeir um of léttir í hjali og setti ofan í
við þá, eins og þeir væru drengir.
Móðir mín missti föður sinn ung, en ólst upp hjá móður sinni, sem
lengi hjó ekkja í Múla.