Andvari - 01.01.1977, Síða 25
andvari
EGILL GR. THORARENSEN
23
lielzt að gleðja aðra og bæta lífið, þar sem hún náði til. Hún átti ást og
virðingu allra, sem þekktu hana, og þeirra mest, sem þekktu hana bezt
og stóðu henni næst. Hún hlaut þá miklu hamingju aS lifa í ástríku hjóna-
bandi, sem aldrei bar skugga á, hún var gift stórbrotnum manni, stjórn-
sömum og viljaföstum, en hjá honum voru orS hennar og vilji alltaf lög,
aS verSa viS óskum hennar heilög skylda. Pabbi lifSi mömmu, en aSeins
á annaS ár, ég held, aS þaS hafi flýtt fyrir dauSa hans, aS hann hafi ekki
kært sig um aS lifa aS henni látinni, yndi hans og lífsgleSi hvarf meS
henni, engri konu geta hlotnazt fegurri eftirmæli eftir langt líf og hjóna-
band. Á legstein hennar lét hann grafa tilvitnun úr Mattheusar guSspjalli
V,7: ,,Sælir eru miskunnsamir, því aS þeim mun miskunnaS verSa.“
I þessu felst fagur vitnisburSur, ég man, þegar ég sá hann, aS mér hitnaSi
um hjartaræturnar og þótti vænt um pabba fyrir.
ÞaS væri gaman aS rifja upp og segja nokkuS frá stórheimilum og
stórbúskap í sveit, eins og þau voru upp úr aldamótunum síSustu og
fram yfir fyrri heimsstyrjöldina, eftir þaS gerSi hinn nýi tími vart viS
sig, sem gerSi slíkan búskap illmögulegan og þurrkaSi hann svo aS segja út,
þannig aS nálega engin slík heimili eru nú til í landinu í sama stíl.-----
Þeim fækkar nú óSum, sem nokkuS hafa frá þeim heimilum aS segja af
eigin reynd, hvaS þá hinum, sem bjuggu svo. Heimili foreldra minna í
Kirkjubæ var eitt slíkra heimila. FaSir minn var stórbóndi í þess orSs
bezta skilningi, umbóta- og framfaramaSur, en jafnframt gætinn og hélt
fast viS fornar venjur og dyggSir, án þess þó aS þar gætti þröngsýnis á
nokkurn hátt, því aS nýjungum í búnaSarháttum tók hann vel, þeim
sem aS hans áliti stóSu til bóta. JörSin var afar mannfrek og búiS stórt,
svo margt þurfti hjúa, voru í heimili 20—30 manns eftir árstíSum. Þar aS
auki var mjög gestkvæmt, mátti heita aldrei mannlaust sumariS út og oft
hópar af vinum og venzlamönnum dögum og vikum saman. Rétt er aS
taka þaS fram vegna þeirra sem ekki þekkja þessa tíma, aS þá tíSkaSist
þaS ekki í sveit aS taka þóknun fyrir gistingar og greiSa, var slíkt a. m. k.
ekki gert í Kirkjubæ, og þaS ekki þótt um útlendinga væri aS ræSa.
Vinnan var mikil á svona búum. í Kirkjubæ er heldur harSbýlt og voru
lélegar slægjur og langt á engjar. VinnuhraSi og vinnuafköst þurftu því
aS vera mikil, til þess aS vel færi og hægt væri aS framfleyta stóru búi,