Andvari - 01.01.1977, Qupperneq 30
28
GUÐMUNDUR DANÍELSSON
ANDVAKI
ur íþróttamaður, ef óhapp hefði eklci komið fyrir. Berklaveikur maður
hafði komið að Kirkjubæ, og sýktust nokkrir unglingar, þeirra á meðal
Egill. Sá draugur hefur fylgt Agli upp frá því, ráðið örlögum hans og átt
þátt í því að móta skapgerðina. Jafnframt stórbísnis hefur líf Egils Thorar-
ensens verið barátta við sjúkdóma, og mátti oft varla á milli sjá, hvort
betur hefði, líf eða dauði. Á síðari árum hefur hjartasjúkdómur og nýrna-
kvilli gengið í lið með árásaröflunum, en ,,sá hvíti“ [nafngift, sem Jón
Sigurðsson forseti hreppti meðal andstæðinga. G.D.] missir ekki móðinn og
segir, að sjúkdómar séu löngu hættir að ergja sig. Annað veifið er hann á
skrifstofunni á Selfossi, klappar góðbændum og gáfuðum bifvélavirkjum á
öxlina og gengur um eins og stálfjöður í moldarmekkinum framan við
kaupfélagshúsiö á Selfossi. Næsta dag er hann svo kannski fárveikur í
sumarhústað sínum á Þingvöllum eða alveg í dauðanum á spítala í Reykja-
vík.“
Greinarhöfundur heimsótti Egil eitt sinn á Landakotsspítalann, þar
sem hann lá eina ,,banalegu“ sína á einsmanns herhergi. Hann var að lesa
,,Heimsljós“, bókina um Olaf Ljósvíking eftir Laxness. Egill vildi ekkert á
sjúkdóm sinn minnast, en sagðist vera að hvíla sig, hampaði bókinni,
hölvaði, hló og sagði: „Mikið helvíti skrifar dóninn vel. Þetta er snilld.“
Eg vitna enn í grein Gísla Sigurðssonar:
„Egill vildi í æsku verða skipstjóri. Fannst honum það vel særna að
standa í stafni og stýra dýrum knerri. Þó fór hann skömmu eftir ferm-
ingaraldur til Danmerkur og var við verzlunarnám á vegum samvinnufé-
laga. Kynntist hann þar vinnuhörku, sem hann minnist æ síðan. Við heim-
kornuna rættist draumurinn um sjósókn, hann varð háseti á togara og tók
þátt í fyrsta verkfalli á íslandi árið 1916. Það var út af lifrarhlut háseta.
Einnig innritaðist hann í Stýrimannaskólann og hóf þar nám. En þar kom,
að Egill frá Kirkjubæ varð að hætta sjósókn. Harðræði og vosbúð á togur-
um var ekki fyrir berklasjúklinga. Hann tók föggur sínar og gaf skipstjóra-
draum sinn á bátinn.“
Urn þennan kapítula í ævi Egils Thorarensens segir Jónas Jónsson
frá Hriflu í minningargrein um Egil látinn ári síðar en Gísli Sigurðsson
skrifaði grein sína í „Vikuna":
„Eftir fyrra stríð flutti að Selfossi rúmlega tvítugur unglingur, Egill
Thorarensen, í leit að verkefni sem hæfði heilsufari hans og andlegri orku.