Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 34
32
GUÐMUNDUR DANÍELSSON
ANDVARI
veturinn 1918. Þar um vitnar landsfræg vísa fyrsta útibússtjórans, Einars
Einarssonar frá Hæli:
Þetta hús er þrotlaus göng,
þytgátt norðanbála.
Koma mun köld og löng
kvöld í Tryggvaskála.
Þetta var timburhjallur og nokkuð gisinn. Þó stendur bann enn í dag
og hefur alla tíð gegnt miklu og merku hlutverki, fyrst byggður af Tryggva
Gunnarssyni 1890 sem bráSabirgSabústaSur yfirmanna viS byggingu Olf-
usárbrúar, sem vígS var sumariS 1891.
En jrennan sama vetur, frostaveturinn 1918, jregar Einar bankastjóri
barSist viS aS halda á sér bita í Skálanum, gerSust enn merkari tíSindi í
Sigtúnum. Þá réSust örlög þeirra og binnar óbyggSu Selfossborgar fram-
tíSarinnar:
ÞaS var á einu síSkvöldi, líklega á jólaföstu, í gaddi og norSanbyl, aS
bariS var aS dyrum í Sigtúnum. Daníel kaupmaSur og greiSasali gekk til
dyra. Uti stóS hávaxinn ungur maSur, fannbarinn nokkuS, en heldur en
ekki upplitsdjarfur og bar upp erindi sitt alveg tæpitungulaust: ,,Ég er
Egill Tborarensen frá Kirkjubæ og ætla aS gista bér í nótt,“ sagSi hann.
AnnaShvort hefur Daníel mislíkaS valdsmannsleg tilkynning gestsins
eSa aSrir gestir lrafa veriS fyrir í húsi hans og hann ekki taliS sig hafa
meira húsrými aflögu, nema öll tormerki taldi hann á aS býsa Egil þenn-
an, hann vísaSi honum á Tryggvaskála eSa heim á Selfossbæina, og
gerSi sig líklegan til aS loka dyrum sínum. Þá er sagt, aS Egill hafi komiS
öSrum fæti sínum milli stafs og hurSar og mælt fullum hálsi og heldur
mynduglega:
„VeSriS er vitlaust. Eg er á leiS til Reykjavíkur, þar sem ég er ráSinn
á togara, en í þessu húsi ætla ég aS gista í nótt.“ Og hafSi engar vöflur á,
heldur vatt sér inn um dyrnar.
í Sigtúnum bjó þá meS foreldrum sínum ásarnt fleirum glæsileg gjaf-
vaxta nrær, Kristín yngsta dóttir Daníels. Ef til vill hafSi Egill Thoraren-
sen séS hana áSur og sótt gistinguna svo fast hennar vegna, en eitt er
víst, eftir því sem óskjalfestar sögur herma, aS þarna í Sigtúnum dvaldi
Egill í hálfan mánuS, og léku þau Kristín og hann villtan ástaleik allan