Andvari - 01.01.1977, Page 38
36
GUÐMUNDUR DANÍELSSON
ANDVARl
umskiptum í lífi sínu og frá reynslu sinni af verzlunarstörfunum fyrstu
árin, undir stjórn Egils.
„Við fluttum hingað niður eftir 1931,“ segir Helgi. ,,Þá voru hér
sex íbúðarhús fyrir: Tryggvaskáli, Ingólfur, Höfn, Sigtún, Ásheimar og
Bankinn [Utibú Landsbankans]. Auk þess var Mjólkurbúið, þar sem íhúð
var uppi á loftinu. Eg var ráðinn starfsmaður Kaupfélags Arnesinga frá
stofnun þess og starfa þar enn í dag [1961]. Aðalstörf mín í kaupfélag-
inu framan af voru innkaup og almenn verzlunarstörf. Auk þess hafði ég
á hendi umsjón með öllurn mjólkurflutningum og vöruflutningum til
hænda út um sveitir og til og frá Reykjavík. Ég held mér sé tvennt minnis-
stæðast úr daglegu starfi mínu við þessa stofnun: verzlunarmátinn fyrstu
árin og flutningamálin - einkum vetrarerfiðleikarnir.
Verzlunarmátinn framan af árum var þess háttar, að verzlunin var
yfirleitt opin hvenær sem einhver viðskiptamaður þurfti á að halda. Það
var til dæmis algengt um ullarlestirnar, að húðin var höfð opin til klukk-
an tólf á nóttinni. Nágrannabændunum þótti ágætt að geta skroppið hing-
að með ullina eftir vinnutíma. Eina nóttina fór ég aldrei úr fötunum.
Þá áttum við Egill von á tveimur stórurn ullarbændum, sem voru óráðnir.
Eftir þeim beið ég fram yfir lágnættið. Þá komu þeir og enn ekki búnir
að ráða vig sig, hvar verzla skyldi. Þeir fóru nú að ganga á milli verzl-
ananna hérna og vita, hver hyði hezt, og gekk svo fram á óttu. Þá korna
þeir til mín og segjast nú munu leggja ullina inn í kaupfélagið og taka
þar út vörur sínar, en þó aðeins með því sldlyrði, að þeir verði strax af-
greiddir. Ég fór samstundis til ullarmannsins (ragarans), sem var Sigfús
Arnason í Garðbæ á Eyrarbakka, og segi honum, hversu málurn sé kom-
ið. Sigfús var til í tuskið og lét ekki á sér standa, en ég fór að afgreiða
úr búð og pakkhúsi. Um fótaferðarleytið var allt húið og gert, og ullar-
bændurnir tveir lögðu af stað heimleiðis.
Þessi smámynd úr daglega lífinu í Kaupfélagi Árnesinga gæti verið
nokkuð einkennandi eða táknræn fyrir verzlunarhættina, eins og þeir
tíðkuðust hjá okkur Agli á frumbýlisárunum upp úr 1930. Agli líkaði
mætavel þetta hrambolt. Hann var hér landnámsmaður og þoldi engin
vettlingatök. Hann vildi láta vinna fljótt og mikið á þeim árum, en sann-
gjarnari og hetri húsbónda á ég örðugt með að hugsa mér.
Um flutningamálin og vetrarörðugleikana er það að segja, að þegai