Andvari - 01.01.1977, Síða 39
ANDVARI
EGILL GR. TIIORARENSEN
37
ég lít til balca finnst mér oft á tíðum, að iþeir hafi verið óyfirstíganlegir.
hegar snjóa gerði að vetrinum, þá var ekkert til hjálpar annað en skóflan
og handaflið — fyrr en eftir 1940, að herinn hafði innleitt hér véltækn-
ina. Til dæmis má nefna, að eitt sinn í mikilli ófærð, það mun hafa verið
1937, þá bilaði mjólkurbíll uppi við Stóru-Laxá. Þetta frétti ég strax í
símanum. En engin leið var að ná bílnum þaðan sem hann var, né rnjólk-
inni af honum. Loks fékk ég viðgerSarmann til að fara með tvo til reiðar
upp í Hrepp með áhöld og efni til viSgerðarinnar. Eftir fjóra daga kom
bíllinn til baka, eftir rnikinn snjómokstur og erfiði. Annars held ég þú
fáir gleggsta mynd af mjólkurflutningabraskinu með því að líta í flutn-
ingadagbókina mína.“
Eg lít í eina bókina, fletti upp á mánudeginum 28. febrúar 1949,
það er að segja tæpum tuttugu árum eftir að Egill Thorarensen valdi Llelga
frænda sinn til að stjórna flutningadeild fyrirtækja sinna, en það var eitt
einkennið á Agli sem foringja að fylkja svo liði sínu, að þar væri hvar-
vetna réttur maður á réttum stað, og koma mér þá fyrstir í hug: Helgi
Agústsson með flutningadeildina, GuSmundur Á. Böðvarsson með verk-
stæðin, Gunnar Vigfússon með skrifstofuna - bókhaldið, gjaldkerinn
Valdimar Pálsson, Grétar Símonarson mjólkurbússtjóri.
En snúum okkur þá að dagbók Helga:
„Rangárvallabílar allir á verkstæði fram á kvöld. Þá á stað kl. 6-8.
Vta á að moka Holtin og að fara á undan austur yfir Rangárvelli. Land-
Eíll á að fara í fyrramáliS.
Hre'ppar og Skeið að verða ófær.Ytur tvær að moka í Hreppum í dag
og þeim lofað til móts við bíla á morgun niður SkeiS. 16—18 tíma á ferð-
inni. Gnúpverjabíll með brotið drif.
Niður Grímsnes allgott. Grímsnes og Biskupstungur mokað sem hægt
er af tveim ýtum, erfitt og seinfært þó. 18 tímar að Vatnsleysu.
Eyrarbakki: Ofær.
Stokkseyri: Brotizt austur hjá BaugstöSum.
Villingaholtshreppur: FariS í Lútanda. Hitt sæmilegt um Flóann.
Laugardalur: LokaSur. Sendum stóran bílsleða þangað. Stendur til
flytja mjólk á honum innan úr Dal á traktor.
Reykjavtkurbilar: Hefur snjóað allmikið í nótt og í morgun. Fennir í
brautir allan daginn. Fyrstu bílar suður á 9 tímum, þeir síðari á skemmri