Andvari - 01.01.1977, Qupperneq 44
42
GUÐMUNDUR DANÍELSSON
ANDVARI
Svo varð Egill kaupfélagsstjóri, og það er vitað, að þeir sem forystu-
hlutverkið fara með, þeir komast ekki hjá gagnrýni. Egill átti rnarga að-
dáendur, en óvildarmenn átti hann líka. Skilningur fólks á vandamálun-
um ristir ekki alltaf djúpt. Vel man ég það, þegar ég var að hyrja að smíða
pakkhús kaupfélagsins, þá voru ekki nema handverkfæri til að vinna með.
Við tókurn fyrir hálfan grunninn í einu. Þar kornu aðvífandi tveir merk-
isbændur úr Flóa og spurðu mig, hvað hér ætti að fara að gera. Ég sagði,
að hér ætti að byggja vörugeymsluhús. ,,Og á það virkilega að verða svona
stórt?“ spurðu þeir. Eg sagði, að þetta væri aðeins helmingurinn af grunn-
inum. Þeir skóku höfuð sín og sögðu, að nú væri auðséð hvert stefndi,
úr því svona ætti að fara að haga sér.
Þetta sýnir, hvers konar andrúmsloft leikur stundum um foringjann.
Það man ég, að Egill sagði mér eitt sinn, þegar kaupfélagið var að
kaupa Þorlákshöfn, að þá hefði sér verið um og ó, niðurlæging staðar-
ins hefði verið svo alger. Það var sjónarlegt, að þarna var gamli tíminn
búinn að kveðja. Endurreisnin hlaut að byggjast á því, að hafin yrði
útgerð vélskipa í allstórum stíl, en til þess vantaði allt.
Einhvern tíma sagði Egill mér, að Magnús Torfason sýslumaður hefði
sagt við sig, þegar húið var að kaupa Þorlákshöfn:
,,Þetta verður þitt erfiðasta verk, en getur líka orðið þitt merkilegasta.“
Og sannspár varð Magnús: ekki stóð á erfiðleikunum. Bankastjórar
gerðu sem þeir gátu til að letja Egil til stórræðanna, en með sínum glæsi-
lega persónuleika og sóknhörku á orrustuvelli viðskiptalífsins tókst Agli
að sveigja þá til fylgis við hugsjón sína og til að leggja fram nokkurt lánsfé
til framkvæmda.
Egill í Sigtúnum tefldi oft djarft, það má líkja honum við formann
í brimveiðistöð, sem stundum verður að leggja á sundið í tvísýnu. En
það var eins og hann hefði landvættirnar sér hliðhollar, því að alltaf komst
hann inn.
Miklu fleira gæti ég sagt þér af kynnum okkar Egils heldur en þú
hefur rúm fyrir í ,,Suðurlandi,“ hæði af verklega og andlega sviðinu.
Ævinlega mun ég telja mér það mikið happ að hafa kynnzt slíkum
manni.“
Vissulega liggur það í hlutarins eðli, að Egill Thorarensen hefuí
ekki haðað sig í neinu hlíðalogni um dagana. Það verður aldrei hlutskipti