Andvari - 01.01.1977, Síða 58
56
GUÐMUNDUR DANÍELSSON
ANDVARI
sínum við stofnanir föður síns, og að námi lolcnu réðust þeir sem full-
gildir starfskraftar að þeim, dæturnar tvær sá ég aldrei, svo að sennilega
hafa þær fylgt móSur sinni, þegar hún flutti suSur til Reykjavíkur.
Egill hafSi á sínum tíma stofnaS stangaveiSifélagiS Flugu ásamt nokkr-
um kunningjum sínum og tekiS á leigu margar ár á vatnasvæSi Olfusár.
TannastaSatangi viS neSanvert Sog varS helzti laxveiSistaSur Egils, þar
hyggSi hann sér veiSikofa, og þar dró hann margan fagran fisk úr bláu
djúpinu. Af heilsufarsástæSum lét Egill sér stundum nægja aS „setja í“
fiskinn — ná honum á fluguna, en hafSi aSstoSarmann meS sér til aS
þreyta hann og landa honum.
Snemma í september 1969 ók ég mér til fróSleiks út í Þorlákshöfn
og heimsótti hjónin GuSbjörgu og Benedikt Thorarensen, forstjóra Meitils-
ins h.f. Ég fékk ljúflegustu viStökur. Eljónin búa í stóru tveggja hæSa
húsi meS kastalasniSi, og stendur á sjávarkambinum, þar sem vel sést til
hafs. Þetta hús var Egill aS láta smíSa, þegar hann féll frá, þaS var
orSiS fokhelt. Þar hugSist hann húa, þegar hann fyrir aldurs sakir léti
af stjórn K.Á. Þeirri áætlun breyttu örlögin, en nú var ég kominn hingaS
sem gestur í fyrsta sinn. Þetta er fallegt heimili. Hér lít ég aftur augum
sum af listaverkunum frá Sigtúnum, hingaS er og komiS valiS bókasafn
húsbóndans þar. Og hér ræSur gestrisnin ríkjum, andblær af rausn og
eligansa Egils Thorarensens liggur í loftinu. Hjónin óku mér um staSinn
og sýndu mér, hvaS hann var orSinn stór og íbúSarhúsin falleg og rík-
mannleg. HingaS hafSi Egill boSiS mér meS sér fyrir um 20 árum. Þá
voru íbúSarhúsin ekki nema þrjú, en hann fullyrti, aS þeim mundi fjölga
ört. ÞaS reyndust sannmæli. Og mér verSur ennfremur hugsaS til alls
þess, sem rætt hefur veriS og ritaS um Egil allt frá því ég var ungur
maSur. I „Samvinnunni" áriS 1946 stendur þessi snjalla lýsing á Agli
eftir Jónas Jónsson:
„ÞaS er ekki hægt aS skilja og meta Egil Thorarensen, nema taka
tillit til þess, aS máttur hans er fyrst og fremst skáldlegs eSlis og listrænn.
ÞaS er enginn eSlismunur á því aS gera fögur og djúphugsuS kvæSi eins
og Bjarni Thorarensen á MöSruvöllum og aS skapa nýjar hafnir, hita-
veitu, verksmiSjur, heilbrigSa verzlun, iSnaS og samgöngukerfi. Allt sem
vel er gert í þeim efnum er fyrst og fremst skáldlegt og listrænt. Bak viS
allar merkilegar framkvæmdir stendur skapandi orka mannsins. ÞaS er