Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1977, Síða 68

Andvari - 01.01.1977, Síða 68
66 BJÖRN JÓNSSON Á KÓNGSBAKKA ANDVAIU lengdinni var fyrir framan ábindinguna, og verkaði það þannig, að seglráin reis miklu hærra að aftan, enda seglið sniðið þannig, þessi hæðarmunur hét pikkur, að seglið væri pikkreist og þótti fallegt. A meðan við vorum að seglbúa, tók pabbi stýrið og renndi því fyrir. Það var ekki nema einn krókur á stýrinu að neðan, en að ofan var á því lykkja, sem féll á milli tveggja lykkja, sem voru á stefni bátsins, en krókurinn á stýrinu rann í lykkju, sem var neðar á stefni bátsins, en járnsplitti var rennt gegnum lykkjurnar, sem ofar voru. Með þessum útbúnaði gat stýrið ekki hrokkið upp af krókunum. Pabbi tók síð- an skautið, sem var grönn taug með krók á öðrum enda, krækti því í lykkju, sem var á miðju slíðrinu, kastaði til okkar end- anum á skautinu, en við drógum hann í gegnum litla blökk, sem var í afturskauti seglsins, köstuðum svo til hans skautinu, en hann dró það i gegnurn kós, sem fest var á röng í skutnum. Þessi útbúnaður, að hafa laust skaut eins og það var kallað, mátti heita nýtilkomið á þessum tíma, sem hér um ræðir. Áður var skautið sett fast, en nú lék það í hendi þess, sem við stýrið sat, og tók hann í það eða gaf eftir, svo sem honum þótti þurfa hverju sinni, og það var þannig á valdi formannsins, hversu mikið var siglt, sérstaklega þegar sigldur var beitivindur. Hann gat hleypt vindinum úr seglinu með því að gefa út á skautinu og láta kala við framjaðar þess, og þannig létt vindþungann í seglinu. Enda voru surnir formenn svo leiknir í notkun skautsins, að varla þurfti að hreyfa dragreipið, þó hvasst veður væri. Pabbi tók nú stýrissveifina og setti hana á stýrið. En á sveifinni var gat (sveifar- augað) með sérstöku lagi, og féll það þannig ofan á stýrið, að lítil hætta var á, að hún hrykki upp af stýrinu. Hann kallaði nú til okkar og sagði, að við skyldum vinda upp seglið, og það gerðum við. Idaldið var nú heim í þægilegu leiði, og þótti mér þessi sigling reglulega skemmti- lcg. Ég heyrði, að pabbi var að raula fyrir munni sér þessa vísu: A8 sigla fleyi og sofa í meyjar faðmi ýtar segja yndi mest og að teygja vakran hest. Þegar við komum að lendingunni, var sjór fallinn inn í Bátavíkina, svo að við gátum fleytt bátnum upp að bryggju, og þar festum við honum, en um flæðina átti svo að draga hann upp og ganga betur frá honum. En við gengum heim að bænum í góðu skapi eftir skemmtilega ferð. Heyannir Þegar fór að líða að slætti, sem venju- lega byrjaði Iaugardaginn í tólftu viku sumars, þá var farið að athuga amboðin, þ. e. orfið og hrífuna og Ijáinn. Þessi am- boð voru nokkuð breytileg að stærð og gerð eftir fólkinu, sem með þeim átti að vinna. Orfin voru smíðuð úr tré, og skyldi orf- leggurinn upp að neðri hæl vera níu þver- handarbreiddir þess, sem nota átti orfið. Lengd á milli neðri og efri hæls (kerling- ar) átti að vera sem næst því, sem breidd sláttumanns var um herðar, en fyrir ofan efri hæl skyldi ekki vera styttra en hálf lengd leggsins upp að neðri hæl. Þegar um fasta heimilismenn var að ræða, þa notuðu þeir sama orfið ár eftir ár, á meðan það dugði. Hrífan var smíðuð úr tré, haus-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.