Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1977, Side 73

Andvari - 01.01.1977, Side 73
ANDVARI TVEIR ÞÆTTIR OG EIN RÆÐA 71 Ekld var mikil hætta á, að menn fengju slátturíg eða bólgnuðu undan orfinu við þúfnasláttinn, en það var alvanalegt, þeg- ar byrjað var að slá á sléttum, en við þetta varð ekki vart nema fyrstu daga sláttarins. Það var nokkurt vandaverk að stilla úr- ferð ljásins úr orfinu, svo að hann færi ekki of gart úr, að vísu var þá hægt að hafa ljáförin breiÖari, en þá var slátturinn líka erfiðari, en ef ljárinn fór mjög krappt úr, þá urðu ljáförin svo mjó, að lítið mið- aði áfram. Einnig varð að hafa gát á, að ljárinn lægi hæfilega við rótina, svo að hvorki yrði loðslegið eða að lægi svo nærri, að hann skæri upp grasrótina. Það var því venjulega verk húsbóndans eða roskins manns, sem kunni að ganga frá þessu, svo viðunandi væri. „AS slá til heys og haga“ voru orð, sem stundum voru höfð um þá, sem slógu mjög illa, skildu eftir toppa, og þótti að því háðung. Alltaf skyldi brýna Ijáinn, áður en gengiö væri frá honum úr slægjunum, því annars mátti búast við, að fjandinn skiti á eggina, og gat þá orðið erfitt að koma egg í ljáinn aftur. Þegar hætt var slætti hverju sinni, þá var ljánum (í orfinu) stungið inn í þúfu eða ofan í jörðina, og þegar slegið var heima á túni, þá voru orfin að kveldi borin heim að húsi og ljánum stungið niður í húsþekjuna. Þetta var gert í varúðarskyni, til þess að börn eða óvitar slösuðu sig ekki á Ijánum. Eins og áður er að vikið, þá gengu kon- ur að slætti eins og karlmenn, þegar vot- viðri voru, en 1 hagstæðri tíð voru konur að öllum jafnaði meira við raksturinn en slátt, því þær voru afkastameiri við rakst- ur en karlar, en fáar þeirra jafnokar þeirra við sláttinn. Allt slegið gras var kallað Ijá, á meðan það var ekki hreyft, yfirleitt var Ijá á túnum ekki hreyfð fyrr cn þurrt var á grasi, og var þá eftir veðurútliti rakaÖ annaðhvort í fiekki eða föng. Ef Ijá lá lengi i óþurrkatíð, þá fór grasið að sölna og gulna og hrekjast, varð hrakningur. Ef hey var illa hirt, þ. e. tekið inn illa þurrt, þá ornaðist það, bliknaði, dökkbliknaði eða brann. A vel sprottnum túnum var lítill rakst- ur til að byrja með, en þegar þurrkur var, þá i'ar gengið í ijána og káð úr múgum og rakað utan að flekkjum, og bætt inn í, þar sem lakar var sprottið, svo að hóflega þykkt væri á öllum flekknum, en aðal- raksturinn var, þegar heyið var tekið saman. Á engjum, þar sem ekki var hægt að þurrka, var ljáin strax rökuð í föng, og var þá aðallega kvenfólk við raksturinn, en þó oftast karlmaður með til þess að hera ofanaf, því að bæði var, að það var erfitt fyrir kvenfólk að bera ofanaf, ef heyið var blautt, og svo miklar frátafir frá rakstrinum, ef konur báru sjálfar ofanaf. Föngin úr fangahnöppunum voru síðan bundin, þegar henta þótti, og flutt heim á þerrivöll. Minni \venna. Flutt á bcendahátíð Snœfellinga 24. júní 1958 Það hefir nú í seinni tíð verið mjög í rizku á skemmtisamkomum og við hátíð- lcg tækifæri að mæla fyrir minni kvenna. Hefir þá stundum lof og skjall eigi verið skorið við neglur og sá þótzt beztur, sem fjálglegast hefur kornizt að orði við slík tækifæri. En að lýsa hlutdrægnislaust stöðu, starfi og réttindum kvenna í þjóðfélag- inu, um það hefir síður verið hirt. Mér finnst, að til þessa háttalags liggi sérstök ástæða, og við nánari athugun virðist ástæðan vera sú, að í stað þess að láta konuna njóta áskapaÖra og sjálfsagÖra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.