Andvari - 01.01.1977, Side 73
ANDVARI
TVEIR ÞÆTTIR OG EIN RÆÐA
71
Ekld var mikil hætta á, að menn fengju
slátturíg eða bólgnuðu undan orfinu við
þúfnasláttinn, en það var alvanalegt, þeg-
ar byrjað var að slá á sléttum, en við þetta
varð ekki vart nema fyrstu daga sláttarins.
Það var nokkurt vandaverk að stilla úr-
ferð ljásins úr orfinu, svo að hann færi
ekki of gart úr, að vísu var þá hægt að
hafa ljáförin breiÖari, en þá var slátturinn
líka erfiðari, en ef ljárinn fór mjög krappt
úr, þá urðu ljáförin svo mjó, að lítið mið-
aði áfram. Einnig varð að hafa gát á, að
ljárinn lægi hæfilega við rótina, svo að
hvorki yrði loðslegið eða að lægi svo
nærri, að hann skæri upp grasrótina. Það
var því venjulega verk húsbóndans eða
roskins manns, sem kunni að ganga frá
þessu, svo viðunandi væri. „AS slá til heys
og haga“ voru orð, sem stundum voru
höfð um þá, sem slógu mjög illa, skildu
eftir toppa, og þótti að því háðung.
Alltaf skyldi brýna Ijáinn, áður en
gengiö væri frá honum úr slægjunum, því
annars mátti búast við, að fjandinn skiti
á eggina, og gat þá orðið erfitt að koma
egg í ljáinn aftur. Þegar hætt var slætti
hverju sinni, þá var ljánum (í orfinu)
stungið inn í þúfu eða ofan í jörðina, og
þegar slegið var heima á túni, þá voru
orfin að kveldi borin heim að húsi og
ljánum stungið niður í húsþekjuna. Þetta
var gert í varúðarskyni, til þess að börn
eða óvitar slösuðu sig ekki á Ijánum.
Eins og áður er að vikið, þá gengu kon-
ur að slætti eins og karlmenn, þegar vot-
viðri voru, en 1 hagstæðri tíð voru konur
að öllum jafnaði meira við raksturinn en
slátt, því þær voru afkastameiri við rakst-
ur en karlar, en fáar þeirra jafnokar þeirra
við sláttinn. Allt slegið gras var kallað Ijá,
á meðan það var ekki hreyft, yfirleitt var
Ijá á túnum ekki hreyfð fyrr cn þurrt var
á grasi, og var þá eftir veðurútliti rakaÖ
annaðhvort í fiekki eða föng. Ef Ijá lá
lengi i óþurrkatíð, þá fór grasið að sölna
og gulna og hrekjast, varð hrakningur. Ef
hey var illa hirt, þ. e. tekið inn illa þurrt,
þá ornaðist það, bliknaði, dökkbliknaði
eða brann.
A vel sprottnum túnum var lítill rakst-
ur til að byrja með, en þegar þurrkur var,
þá i'ar gengið í ijána og káð úr múgum
og rakað utan að flekkjum, og bætt inn í,
þar sem lakar var sprottið, svo að hóflega
þykkt væri á öllum flekknum, en aðal-
raksturinn var, þegar heyið var tekið
saman. Á engjum, þar sem ekki var hægt
að þurrka, var ljáin strax rökuð í föng, og
var þá aðallega kvenfólk við raksturinn,
en þó oftast karlmaður með til þess að
hera ofanaf, því að bæði var, að það var
erfitt fyrir kvenfólk að bera ofanaf, ef
heyið var blautt, og svo miklar frátafir frá
rakstrinum, ef konur báru sjálfar ofanaf.
Föngin úr fangahnöppunum voru síðan
bundin, þegar henta þótti, og flutt heim
á þerrivöll.
Minni \venna. Flutt á bcendahátíð Snœfellinga 24. júní 1958
Það hefir nú í seinni tíð verið mjög í
rizku á skemmtisamkomum og við hátíð-
lcg tækifæri að mæla fyrir minni kvenna.
Hefir þá stundum lof og skjall eigi verið
skorið við neglur og sá þótzt beztur, sem
fjálglegast hefur kornizt að orði við slík
tækifæri.
En að lýsa hlutdrægnislaust stöðu,
starfi og réttindum kvenna í þjóðfélag-
inu, um það hefir síður verið hirt.
Mér finnst, að til þessa háttalags liggi
sérstök ástæða, og við nánari athugun
virðist ástæðan vera sú, að í stað þess að
láta konuna njóta áskapaÖra og sjálfsagÖra