Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 77

Andvari - 01.01.1977, Blaðsíða 77
ANDVAIU GUSTAF LARSSON 75 Ljóðin sem ég þýddi eftir Gustaf Larsson í Svíþjóð 1975 voru seytján. Ég bætti við tveim eftir heimkomuna og gaf þau út, alls 19 þá um haustið. 10 voru þýdd úr gotlenzku og 9 úr sænsku. Ég lærði það eitt sinn, að gotlenzka teldist, ásamt sænsku og dönsku, til austrænu deildar norrænna mála, lét þess getið í formála fyrir bæklingnum. Síðan bætti ég við eftirfarandi orðum og studdist þar við Herbert Gustavsson: Inledning till Gutamálets studium: Meðal einkenna hennar eru tvíhljóðin au, sem í sænsku hefur breytzt í ö: gotl. auga, sænska öga; ai, sem í sænsku hefur breytzt í e: gotl. flairi, sænska flera; og oy, sem í sænsku verður ö: goyma, verður gömma. Svipar gotlenzku þannig meir til háþýzku (og íslenzku) en öðrum málum." Svo gerðist ég þá svo djarfur að láta prenta gotlenzku ljóðin hans Lars- sons, fylgdi þeim úr hlaði með nokkrum fleiri orðum og sendi þau kunningj- um mínum fyrir jólin, auk þess sem kverið var látið í bókaverzlanir. Meðal þeirra, sem fengu bókina, var dr. Ivar Orgland, kennari í íslenzku við háskólann Ósló. Hann gerði þessa athugasemd við orð mín um skyldleika gotlenzku, háþýzku og íslenzku; „ Þegar um er að ræða tvíhljóðin, hefur nýnorskan au (en bókmál einnig í mörgum orðum), þar sem sænskan hefur ö, sbr. auga, haust. Nýnorskan (og að nokkru bókmál) hefur gömlu tvíhljóðin ei og öy (gotl. ai og oy), en oy höf- um vér t. d. í Sogni: hoyra, eins og í færeysku (sem þú hefðir líka getað nefnt). Og r-ið í gotlenzku, einnig tónninn, minnti mig satt að segja á færeysku meir en nokkurt annað norrænt mál.“ Efalaust fór Orgland hér með rétt mál, enda er hann einkar vel að sér í nýnorsku. Líking gotlenzku og vesturnorrænu (nýnorsku, íslenzku og færeysku) er meiri en með dönsku og sænsku, nema sænskum mállýzkum svo sem dala- máli, vermlenzku og skánsku. En síðast nefnt mál er nokkurs konar dönsk mál- lýzka að öðrum þræði. Orgland skrifar enn fremur í áður nefndu bréfi (dags. 8. des. 1975): »Mér datt í hug, þegar ég las kvæðin, að þú hefðir átt að birta texta að minnsta kosti tveggja þeirra á frummálinu við hliðina á þýðingunum. Það er hægt að leyfa sér í lítilli bók sem þessari. Þá hefðu landar þínir getað borið saman tungurnar og fengið hugmynd um gotlenzka skáldamálið. En fyrst það var tíkki gert, ættir þú að gera það í tímaritsgrein um Gustaf Larsson.“ Þetta hef ég nú gert, skrifað grein og íslenzkað tvö ný kvæði eftir hann, þau sem ekki hafa birzt áður á voru máli. Skulu þau nú sýnd hér á báð- um tungum, gotlenzku og íslenzku, svo menn geti gert samanburð á málunum. Annað kvæðið heitir;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.