Andvari - 01.01.1977, Síða 93
PÁLL ÞORSTEINSSON:
Vísa Orms
I Landnámabók er svo að orði 'kveðið, að Björn buna hafi verið hersir
ágætur í Noregi og að frá honum sé nær allt stórmenni komið á íslandi. Þeir,
sem byggðu Ingólfshöfðahverfi, voru a'f þessari ætt. Svo skipaðist um byggðina
þegar í öndverðu, að goðinn sat að Svínafelli, og var ættin að jafnaði kennd
við óðalið: Svínfellingar.
Á síðari hluta 12. aldar bjó Sigurður Ormsson í Svínafelli, „mikils háttar
maður af veraldarmetnaði, auðugur og ættstór". Hann skírskotaði til staðfestu
ættarinnar, er hann sagði við biskup: „Norrænir menn eða útlendir mega eigi
játa undan oss vorurn réttindum." Árið 1202 fluttist Sigurður frá Svínafelli og
tók við staðarforráðum á Hólum að beiðni Guðmundar Arasonar og Kolbeins
1 umasonar.
Þegar Sigurður fór frá Svínafelli, lét hann staðfestu og manna'forráð í hend-
ur ibróðursyni sínum, Jóni Sigmundssyni. Jón sat staðinn með reisn í tíu ár,
en andaðist árið 1212.
Eftir að Jón Sigmundsson féll frá, 'fór sonur hans, Ormur Svínfellingur,
með goðavald og hélt því tæp þrjátíu ár til æviloka. í Sturlungu er tekið
fram, þegar greint er frá láti Orms, að Sæmundur hafi tekið staðfestu og goð-
orð eftir föður sinn.
Ormur var í báðar ættir vaxinn af sterkum stofnum. Faðir hans var Svín-
fellingur, en sú ætt er rakin frá Ormi í beinan karllegg til Bjarnar bunu. Móðir
Orms var af ættum Oddverja og Álftfirðinga. Amma hans í föðurætt var prests-
dóttir frá Llofi í Vopnafirði. Amma hans í móðurætt var dóttir Jóns Loftssonar
í Odda. Afi hans í móðurætt var firnmti ættliður frá Síðu-iHalli.
Ormi Svínfelling er lýst þannig: ,,Hann var vinsælastur af öllum óvígðum
höfðingjum á Islandi í þann tíma, því að hann leiddi mest hjá sér allra þeirra
hernað og óöld þá, sem flestir vöfðust í, en hélt hlut sínum óskerðum fyrir
öllum þeim.“