Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1977, Side 94

Andvari - 01.01.1977, Side 94
92 PÁLL ÞORSTEINSSON ANDVARI Ormur var um sína daga óumdeildur héraðshöfðingi í Skaftafellsþingi og friðsamt í goðorði hans. Áhrif hans í héraði má marka af breytingu, sem varð eftir lát hans. „Það fannst brátt á, er Ormur var andaður, að Ögmundur hélt sér vel fram um héraðsstjórn, og gerðust margar greinir með þeim Sæmundi." Eftir fall Odds Þórarinssonar mælti Brandur ábóti; „Hart er það, að vér skulum bera frændur vora göfga bótalausa fyrir 'bóndasonum, og svo myndi þykja Ormi bróður mínum, ef hann lifði.“ Þessi orð hins vitra kennimanns gefa til kynna, að í skapgerð Orms hafi mannúð og metnaður verið í jafnvægi. Af Sturlungu má ráða, að Ormur hafi jafnframt miklum umsvifum komizt í snertingu við hina listrænu iðju, sem Egill Skallagrímsson kallaði að bera út úr orðhofi mærðar timbur máli laufgað. Sturla Sighvatsson bjó að Sauðafelli í Dölum. 1 janúar árið 1229 gerðu Vatnsfirðingar ferð sína til Sauðafells með fimm tugi manna og ætluðu að ráða Sturlu af dögum, ef færi gæfist. Vatnsfirðingar brutust inn í skála á Sauðafelli um nótt og unnu níðingsverk. I skálanum særðust margir menn og þrír létust af þeim sárum, þar á meðal kona, er hét Þorbjörg ysja. En Sturlu fundu þeir ekki. Hann hafði daginn áður riðið að heiman norður til Mið- fjarðar. Tíðindi þessi spurðust um allt land, og þótti flestum mönnum Sturla auðnur á ha'fa haft, er hann var eigi heima. En flestir menn lögðu þungt til þeirra, er að för þessari stóðu. Ormur Svínfellingur var í þann tíma mikill vinur feðganna Sighvats og Sturlu. Hann kvað, er hann heyrði aðförina, og er vísan skráð í Sturlungu, í þeirri sögu hennar, sem merkust er, þ. e. íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Höfundur þess rits gat af eigin sjón og raun greint frá mörgum örlagaríkum atburðum á Sturlungaöld. Hann var að verða fulltíða maður, þegar Vatnsfirðingar gerðu ferð sína að Sauðafelli, og héfur þegar í stað heyrt greinilega sagt frá því, er þar gerðist. Sturla Þórðar- son ólst upp og bjó síðar á höfuðbólum á Vesturlandi eigi langt frá bæ nafna síns og sat sjálfur á Sauðafelli um skeið eftir Örlygsstaðabardaga. Með þess- um nöfnum og náfrændum voru mikil kynni og stundum samstarf. Sjö árum éftir lát Orms Svínfellings gekk Sæmundur sonur hans að eiga Ingunni dóttur Sturlu Sighvatssonar. „Ríður Sæmundur heim til Svínafells með konu sína.“ Vafalaust hefur fólkið í Svínafelli kunnað vísu Orms og húsfreyjan unga, sem þangað fluttist, lært hana þar, hafi hún ekki kunnað hana fyrr, enda er vísan tengd átakanlegum atburði, þar sem foreldrar kon- unnar áttu í hlut. Ingunn varð ékkja eftir þriggja ára hjúskap. Afar sennilegt er, að hún hafi eftir það hitt að máli frænda sinn, hinn merka sagnaritara, og þá getað rifjað upp vísu Orms. En fornar vísur og kvæði þóttu jafnan hafa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.