Andvari - 01.01.1977, Qupperneq 98
96
VALDIMAR BJÖRNSSON
ANDVARI
Mér finnst, þegar ég er kominn á Þing-
eyingafund og boðið að flytja þar ræðu,
að það sé sannarlega hægt að vera „allra
sveita kvikindi". Sjálfsagt er ég Amerí-
kani - en með tilliti til íslenzka upprun-
ans þá hef ég frekar talið sjálfan mig Aust-
firðing. Ég hafði þann heiður að mæla
fyrir minni kvenna á Austfirðingamótinu
nýlega - og þá heyrði ég einhvern segja,
þegar ég gekk fram hjá tveimur mönnum:
„Hvað er þessi að gera hérna? Ég hélt
hann væri Breiðfirðingur." Ég hafði,
nefnilega, flutt ræðu á Breiðfirðingafundi
fyrir skömmu og gat sagt, að mér væri
heimill aðgangur þar, því að móðir mín
er fædd í Dölunum. En faðir minn er
fæddur í 'Norður-Múlasýslu, og byggð sú
í Minnesota, þar sem ég fæddist og ólst
upp, var algerlega Austfirðingabyggð -
nærri því eingöngu Vopnfirðingabyggð.
íslendingar geta samt rakið ættir sínar til
flestra landsfjórðunga, og þannig er það,
að ég slepp hingað inn til Þingeyinga, af
því að föðurannna mín, hún Kristín heit-
in Benjamínsdóttir, var fædd í Axarfirð-
inum, komin í fjórða ættlegg af Skíða-
Gunnari. Amma fór austur á Hérað barn
að aldri, en ekki man ég til þess, að hún
hafi nokkurn tíma gleymt því, að hún
væri fædd Þingeyingur.
Sumum mun finnast það einkennilegt,
að svo mikil áherzla sé lögð á það að
halda uppi fjórðungsfélögum hér í höfuð-
staðnum. Og ekki eru það bara fjórðungs-
félög - maður hefur lesið um fundi Esk-
firðinga, Stokkseyringa og Eyrbekkinga,
að nefna aðeins fáein dæmi, hér í Reykja-
vík. Kannske þetta gangi of langt, en fólk
hefur gaman af því, og varla gæti það
talizt skaðlegt. Það er ekki frítt við það,
að það sé hroki og þröngsýni í þessu
margumtalaða sveitaáliti, sem virðist vera
svo ríkt í eðli Islendinga. En ég ætla alls
ekki að fara að gagnrýna það - hér er
hvorki staður né stund til þess. Það væri
miklu skárra, ef ég reyndi bara að segja
eitthvað smávegis um Þingeyinga í byggð-
inni okkar fyrir vestan - því að þótt flest
fólk þar hafi verið af austfirzkum upp-
runa, þá höfðum við fáeina dugandi Þing-
eyinga, innan um og saman við.
Það var, til dæmis, hann Guðmundur
Grímsson í byggðinni okkar í Minnesota,
sem kallaði sig Dalmann. Hann var Þing-
eyingur, varð sveitarómagi austur á I lér-
aði og fór á tvítugsaldri með ‘stóra hópn-
um’, sem kom til Minnesota fyrir 65 ár-
um, árið 1879. Guðmundur hafði engar
kærar endurminningar af gamla landinu,
og það var kannske eðlilegt. Hann hafði
aldrei þekkt annað en fátækt; þrátt fyrir
aldurinn tók hann út vöxt eftir að hann
kom vestur, því hann hafði ekki náð
eðlilegum þroska bara vegna hungurs,
kominn á hreppinn og látinn þræla, solt-
inn og lúinn, austur á Fljótsdalshéraði.
Hann sagði einu sinni við mig: „Ja, þeir
hugsuðu ekki mikið um okkur börnin
þarna heima í mínu ungdæmi. Þeir heimt-
uðu það eitt, að við yrðum fermd og bólu-
sett, og þá var skyldunni fullnægt." Guð-
mundur var hnyttinn, stundum nærri því
meinyrtur. Hann samdi stundum smásög-
ur, er birtust í Heimskringlu fyrir fjölda
mörgum árum. Hann hélt við þeim gamla
íslenzka sið, að uppnefna fólk. Einhverj-
um mistókst að fyrirfara sér, missti bara
annað augað; síðan var hann alltaf ‘Jón
hálfskotinn’ hjá Guðmundi þaðan af. Sér-
vitur karl, sem gat alltaf sagt öðrum til
um nærri því allt milli himins og jarðar,
varð ‘ráðgjafinn’; lögfræðingur - sem var
líka bóndi - og fæddur, vel að merkja, í
Bárðardalnum í Suður-Þingeyjarsýslu,
fékk þann heiður að vera beint út ‘Njáll’,
og allt eftir því. Dalmann var hrifinn af
Ameríku, eins og svo margir aðrir vestur-
farar. Hann hafði verzlun í næsta húsi
við prentsmiðjuna, þar sem ég ólst upp.
Einu sinni var hann að sýna landa einum