Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1977, Page 101

Andvari - 01.01.1977, Page 101
ANDVARI RÆÐA 99 áramótin - Sigríður, ekkja Guðjóns Jóns- sonar úr Vopnafirðinum, sem dó 82 ára. Hún var fædd að Brekku í Aðaldal, dótt- ir Sigurðar Hinrikssonar og Kristveigar Gísladóttur. Ég held, að Sigríður hafi ver- ið sú síðasta meðal kvenfólks í byggðinni okkar, sem tók í nefiÖ, amma mín - sú úr Axarfirðinum - tók líka í nefið, og ég var einu sinni kominn upp á þá list, en hef fyrir löngu lagt hana niður. Eitt merkilegasta atvik sem kemur Þingeyingum beint við úr sögu byggðar- innar okkar er þaÖ, að við höfðum fyrsta kaupfélagið meðal íslendinga í Vestur- heimi. Ég veit ekki til þess, að það séu til fleiri en tvö kaupfélög núna meðal Is- lendinga fyrir vestan, og þau bæði norður í Nýja-lslandi í Kanada. En tilraunin meðal íslendinga í þessu þorpi, þar sem ég ólst upp í Minnesota, var langsamlega sú fyrsta. Félagið var kallað Verzlunar- félag Islendinga - ímyndið þið ykkur bara hvemig farandsalar og verzlunar- menn af öðrum þjóðflokkum þurftu að vefja tungu um tönn að reyna að bera fram slík orð - mér er sagt, að þeir hafi að nokkru leyti hlaupið yfir fyrra orðið, einhvern veginn, og svo varð síðara orðið ‘Islendinga’ bara ‘Dingadinga’ hjá þeim. Þetta félag hefur verið sett á stofn í kringum árið 1880, eða skömmu þar eftir. Það var í rekstri ein sjö, átta ár, og svo seldust eignir þess privat verzlunarmönn- um - sem voru líka Islendingar, sarnt. Að- alhvatamaðurinn og fyrsti forstjóri þessa kaupfélags var Þingeyingur, sem flutt- ist vestur árið 1879 - Stefán Sigurðsson frá Ljósavatni í Ljósavatnsskarði. Hann dó nokkuð fyrir mitt minni, en ég man vel eftir Sigríði ekkju hans, sem varð nærri því níræð og dó fyrir eitthvað tíu árum. Stefán var fjörmaður mikill, varð verzlunarmaður á eigin spýtur, eftir að kaupfélagið lagðist niður, en á meðan að sú stofnun var til, þá veitti hann henni forstöðu með skörungsskap og dugnaði. Hann vildi stóra veltu alltaf - urn að gera að selja vörurnar, og var það aðal- atriðið fram yfir allt annað. Kaupfélag- inu gekk vel, og mér hefur verið sagt, að það eina sem hafi nokkurn veginn verið að hafi verið það, að félagið borgaði út svo mikið af ágóðanum árlega til hluthafa, að það vantaði inneignir í bankanum, þegar mest lá á. Að öðru leyti var sala þessa kaupfélags mjög svo merkileg sem þáttur í félagslífi og stofnunum meðal Is- lendinga á frumbýlisárunum fyrir vestan. Stefán frá Ljósavatni hefur komið beint vestur úr því umhverfi hér heima, sem hefur gert það eðlilegt, að hann yrði leið- andi inaðurinn í því að koma kaupfélag- inu á stað. Kaupfélag Þingeyinga er, náttúrlega, elzta kaupfélagið, sem nú er til á landinu, þar sem að rekstur þess byrj- aði 1881 og ’82. En það var einmitt í Ljósavatnsskarðinu, þar sem Stefán ólst upp, að pöntunarfélag byrjaði 1843 í gegnurn áhrif þeirra greina og bréfa, sem Jón forseti Sigurðsson var að skrifa um það leyti. Þó slík stofnun hafi kannske ekki náð háum aldri, þá hefur Stefán heyrt talað um hana, eða kannske þekkt til félagsins sjálfur. Fyrsti fasti presturinn í byggðinni okk- ar var líka Þingeyingur - síra Níels Stein- grímur Þorláksson, sonur Þorláks á Stóru- Tjörnum í Ljósavatnsskarði - og dó hann fyrir tæpum tveimur árum. ITann varð prestur Islendinga í Minnesota 1887. Fyrstur prestvígðra manna, sem þjónaði þar nokkuð að ráði, var Halldór heitinn Briem, bróðir Páls amtmanns. Idann bjó i bjálkakofa fyrir norðaustan þorpið, þar sem ég fæddist, heilan vetur, snemma á áttunda tug síðustu aldar. Var Susie Taylor kona hans, og eru líkast til margir, sem muna eftir þeim hjónum. Helgi Briem aðalræðismaður Islands í New
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.